Um okkur

Dáleiðsluskóli Íslands ehf

Dáleiðslumeðferð og Hugræn endurforritun

Sagan

Ingibergur Þorkelsson lærði dáleiðslu í Skotlandi 2008 - 2010.  

Árið 2011 hélt hann fyrsta námskeiðið á Íslandi, sem Dáleiðsluskólinn sf

Dáleiðsluskóli Íslands ehf er stofnaður 2014

Eigandi skólans og skólastjóri er Ingibergur Þorkelsson


Fyrstu árin voru haldin 8 daga grunnnámskeið á ensku

Síðan bættust við sérnámskeið


Roy Hunter kenndi endurlitsdáleiðslu (Regression Therapy) og þáttameðferð (Inner Conflict Resolution) og Dr. Edwin Yager kenndi Subliminal Therapy. 


Fleiri erlendir kennarar komu við sögu svo sem Larry Elman, sonur hins fræga Dave Elman og kona hans Cheryl Elman.  Adam Eason kenndi innleiðingar ofl. 


Árið 2015 kom út bókin Listin að dáleiða, eftir Roy Hunter í þýðingu Ingibergs Þorkelsosnar.  Upp frá því voru grunnnámskeiðin kennd á íslensku. 


Árið 2020 kom út bók Ingibergs, Hugræn endurforritun,  kennslubók framhaldsnámsins.


Framhaldsnámið tók þá stakkaskiptum og er nú heildstætt og öflugt.


    Námsefni

Námsefnið er yfirgripsmikið.  Lýsing á því er undir flipanum Námskeið í stikunni hér að ofan.  


    Kennslustaður

Námskeið skólans eru haldin í sal í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi

Kennarar

Skólinn hefur á að skipa 5 íslenskum kennurum sem hafa langa reynslu af kennslu og meðferðardáleiðslu.  Auk þeirra  kenna 3 erlendir kennarar við skólann




Roy Hunter

Roy Hunter er heimsþekktur fyrir brautryðjandastarf í Parts Therapy og Regression Therapy. Hann hefur skrifað margar bækur um dáleiðslu og skrifar reglulega greinar í helstu tímarit fyrir dáleiðslutækna.


Roy er ásamt Charles Tebbetts höfundur að stórum hluta dáleiðslunámsins sem Dáleiðsluskóli Íslands kennir Roy Hunter kennir Endurlitsdáleiðslu (Regression Therapy) og Spiritual Hypnosis á framhaldsnámskeiði skólans. Heimasíða

Ingibergur Þorkelsson

Ingibergur er stofnandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. Hann hefur staðið fyrir fjölda dáleiðslunámskeiða á Íslandi og víða í Evrópu og hefur unnið náið með Roy Hunter og Dr. Edwin Yager.


Hann er mjög reyndur klínískur dáleiðandi og rekur eigin stofu.


Ingibergur kennir Hugræna endurforritun á framhaldsnámskeiði skólans.

Michal Cieslakowski

Hefur sérhæft sig í sjálfsdáleiðslu, svefni og draumum. Hann hefur skapað sínar eigin aðferðir til að komast í skírdreymi (lucid dreaming).


Hann er einnig sérfræðingur í tilraunadáleiðslu (experimental hypnosis) og einkennum djúprar dáleiðslu (phenomena of deep hypnotic trance).

Álfheiður Eva Óladóttir

Álfheiður Eva Óladóttir lauk BA gráðu í sálfræði 2007 og MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2012 og útskrifaðist sem klínískur dáleiðandi frá Dáleiðsluskóla

Íslands 2018.


Álfheiður starfar sem klínískur dáleiðari á eigin stofu og hefur mikla reynslu af dáleiðslumeðferð.

Álfheiður er kennari á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands

Gísli Freyr Eggertsson

er einn af reyndustu dáleiðurum Íslands. Hann er auk þess menntaður leikari og hefur verið tökumaður myndbanda á flestum námskeiðum Dáleiðsluskóla Íslands frá 2012 og lært hjá mörgum af fremstu dáleiðurum nútímans.


Á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands sér hann um kennslu sjálfsdáleiðslu og kennir þar m.a. aðferðir Michal Cieslakowski.

Axel Braga

Axel Braga starfar sem sjúkraþjálfari og íþróttaþjálfari. Hann er reyndur dáleiðandi, lauk grunnnámi hjá Dáleiðsluskóla Íslands 2013 og stundaði framhaldsnám hjá bæði Roy Hunter og Dr. Edwin Yager þegar þeir kenndu námskeið við skólann. Hann er einnig reyndur kennari og hefur m.a. kennt við læknadeild Háskóla Íslands.


Axel er kennari á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands

Sigurbjörg Kristjánsdóttir

er klínískur dáleiðandi og rekur eigin stofu í Reykjavík. Sem meðferðaraðili hefur hún náð góðum árangri m.a. í vinnu með kvíða, sorg, reiði og höfnun.


Sigurbjörg hefur B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands. Hún er kennari á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands

Dr. Kate Beaven-Marks

Dr. Kate hefur stundað nám í margs konar dáleiðslu og meðferðarstarfi og hefur hlotið ótal gráður og viðurkenningar, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. M.a. í klíniskri og læknisfræðilegri dáleiðslu, meðferðardáleiðslu, HAM og skyldum meðferðum, núvitund, NLP og EMDR. Eins og nemendur hennar fengu að kynnast á Íslandi í september 2019 er Dr. Kate frábær kennari.


Dr. Kate kennir EMDR fyrir dáleiðendur hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Heimasíða

Dáleiðsluskóli Íslands ehf

Dáleiðsluskólinn sf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Námskeið skólans 

eru viðurkennd af:

Copyright © 2011 - 2024

Dáleiðsluskóli Íslands

Námskeið Dáleiðsluskóla Íslands

 eru viðurkennd af:

Dáleiðsluskóli Íslands ehf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Copyright © 2011 - 2024 Dáleiðsluskóli Íslands

Your cart is empty Continue
Shopping Cart
Subtotal:
Discount 
Discount 
View Details
- +
Sold Out