UPPER HEADLINE

Heading

Kynningar og viðtöl


Sigurbjörg Kristjánsdóttir,

klínískur dáleiðandi:

Mjög góður árangur af vinnu með afleiðingar andlegs og líkamlegs ofbeldis, nauðgana og annars kynferðisofbeldis

S: 897 2578 sibba.kristjans@gmail.com

18 kynningar og viðtöl um klíníska dáleiðslu

Viðtal nr.1

Viðtalið birtist á visir.is 25. maí, 2022

Sigurbjörg Kristjánsdóttir,

klínískur dáleiðandi

S: 897 2578 sibba.kristjans@gmail.com

Sér fólk öðlast nýtt líf í dáleiðslumeðferð

Sigurbjörg Kristjánsdóttir vinnur með margs konar vanda, allt frá brotinni sjálfsmynd og frammistöðukvíða til afleiðinga andlegs og líkamlegs ofbeldis, nauðgana og annars kynferðisofbeldis.


 Sem klínískur dáleiðandi hef ég unnið með mjög mörgu fólki. Aðferðirnar sem eru kenndar hjá Dáleiðsluskóla Íslands, ekki síst Hugræn endurforritun eru ótrúlega öflugar og árangur næst oftast eftir 3 eða 4 skipti.


Ég útskrifaðist árið 2020 og hef því stundað dáleiðslu í tvö ár. Ástæða þess að ég lærði dáleiðslu voru breytingar í mínu lífi, ég datt úr vinnu eftir 20 ára starf og þegar ég fékk þetta tækifæri upp í hendurnar ákvað ég strax að gera dáleiðslu að minni atvinnu.


Ég sé ekki eftir því. Það gefur mér mikið og það er gaman að sjá og fylgjast með fólki sem hefur fengið bata með því að fara í dáleiðslu.


Ég vinn með það sem fólk óskar eftir en oftast kemur ýmislegt upp sem fólk bjóst ekki við, hlutir sem fólk var búið að loka á. Sumir lenda í mörgum áföllum í bernsku og æsku, allt frá höfnun móður til eineltis og árása.


Dáleiðslumeðferð virkar einnig vel við fælni, til að koma sér af stað eftir veikindi eða til að taka á mataræði. Það er gaman að sjá og upplifa þegar fólk getur unnið úr sínum málum í dáleiðslunni.


Dáleiðsla breytti

mínu eigin lífi

Fólk er á milli svefns og vöku og fer misdjúpt og því dýpra sem fólk fer því meiri er vinnan.


Dáleiðsla breytti mínu eigin lífi og ég sé fólk öðlast nýtt líf í meðferðinni, fá nýja sýn á hlutina og losa sig við tilfinningar sem höfðu þvælst fyrir því og íþyngt.


Ein sagði við mig; „dáleiðsla virkar hundrað prósent.“!  Ég fylgist með árangri eftir hvern tíma og áfram eftir að meðferð er lokið. Fólk upplifir mikla vinnslu í meðferðinni en ekki síður eftir tímann, vinnan heldur áfram og margir hafa sagt að þau fari að hugsa öðruvísi, staldra við og spyrja sig„hvað geri ég núna?“ í staðinn fyrir að henda í bakpokann því sem gerist.


Hann verður þungur þegar við læsum inni tilfinningar sem hafa verið að angra okkur. Í meðferðinni er eins og að fólk léttist um mörg kíló við að losa sig við þetta farg.


Hugræn endurforritun er frábært tæki.

Í dáleiðslu fer fólk í mjög mikla og góða slökun og getur gleymt sér. Það er stórt verkefni fyrir marga að taka á því sem kemur og ýmislegt kemur upp sem fólk vissi ekki að það væri að bera.


Í hraðanum gleymir fólk að vera til.

Margar stéttir þurfa svo að upplifa erfiða reynslu svo sem sjúkraflutningamenn, heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn og hjá sumum gefur eitthvað eftir og brottfall úr þessum stéttum er mikið.


Með Hugrænni endurforritun er hægt að vinna úr málunum þannig að fólk nái fyrri heilsu og geti starfað áfram.


Ég vildi óska að ég hefði lært þetta fag fyrir lifandi löngu

Viðtal nr.2

Viðtalið birtist á visir.is 25. maí, 2022

Álfheiður Eva Óladóttir,

klínískur dáleiðandi

S: 663 4864 daleidslumedferd@gmail.com

Spilafíkn vék eftir

einn dáleiðslutíma

Álfheiður Eva Óladóttir er klínískur dáleiðandi frá Dáleiðsluskóla Íslands. Hún er einnig með menntun í sálfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún segir alla geta nýtt sér dáleiðslu á einhvern hátt til sjálfseflingar.


Til mín hafa komið fjöldi einstaklinga á ólíkum aldri með ýmis viðfangsefni, allt frá svefnvandamálum til spilafíknar.


Mín reynsla og margra annarra sýnir að dáleiðslumeðferðir hafa reynst mörgum afar vel sem glíma við fælni eða kvíða.


Þannig hafa margir fengið fullan bata af t.d. flughræðslu eftir dáleiðslumeðferð.


Einnig hef ég nýlegt dæmi um einstakling sem glímdi við spilafíkn sem kom í eitt skipti í dáleiðslumeðferð og hefur haldið bata núna í 8 mánuði.


Margir einstaklingar með langvinna sjúkdóma hafa getað nýtt dáleiðslu til að draga úr einkennum og auka vellíðan.


Undirvitundin er gríðarlega öflugt og stórt gagnasafn, hún geymir allt, allar minningar, allar tilfinningar, öll áhrif og sér um alla ósjálfráða starfsemi líkamans.


Þær truflanir sem við glímum við í núinu eiga gjarnan rætur að rekja til einhverra áhrifa sem við höfum orðið fyrir í gegnum lífsleiðina.


Þannig vistar undirvitundin ákveðin viðbrögð við áreiti frá umhverfinu sem birtast með sálrænum og líkamlegum hætti.


Dæmi um þetta er fælni af ýmsum toga. Dáleiðslumeðferðir eru gríðarlega öflug verkfæri til að vinna með margvísleg mál af sálrænum og sálvefrænum toga og

endurforrita undirvitundina.


Dáleiðslumeðferð er ekki töfralausn en skilar oft ótrúlegum árangri. Það geta allir nýtt sér dáleiðslu á einhvern hátt til sjálfseflingar.

Viðtal nr.3

Birtist í Fréttablaðinu 10. september, 2021

Ingibergur Þorkelsson 

klínískur dáleiðandi

Tímabókanir: https://daleidsla.is/ingi

Kraftaverk

eftir pöntun

Skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, Ingibergur Þorkelsson, stofnaði skólann fyrir ellefu árum


Um námið segir hann:„Með árunum hefur námið sífellt orðið öflugra. Við byrjuðum með átta daga grunnnámskeið sem kennd voru á ensku.


Síðan fengum við bandaríska kennara, svo sem Roy Hunter og dr. Edwin Yager, til að halda námskeið í þáttameðferð, endurliti

og Yager-meðferð.


Árið 2015 kom út kennslubókin sem við notum núna á grunnnámskeiðinu, Listin að dáleiða,“ segir Ingibergur sem þýddi tvær bækur eftir Roy Hunter og gaf út með þessu nafni.

Ingibergur heldur áfram: „Grunnnámskeiðið varð mun öflugra þegar kennt var eftir þessari bók. Námið er afar skemmtilegt en um leið krefjandi þar sem nemendur byrja strax að æfa dáleiðsluinnleiðingar hver á öðrum.


Við kennararnir tökum líka alla sem koma á grunnnámskeið í meðferðartíma, bæði til að sýna þeim aðferðirnar og byrja það ferli að nemendur upplifa miklar og jákvæðar breytingar á námskeiðinu.


“Framhaldsnám í Dáleiðsluskóla Íslands hefur líka þróast mikið. „Við kenndum upphaflega fjórar mismunandi aðferðir frá fjórum höfundum en með tilkomu bókarinnar Hugræn endurforritun, sem varð kennslubók framhaldsnámsins í fyrrahaust, varð til afar öflug meðferð, þótt hún byggist á hinum fjórum. Ég bætti líka við þekkingu sem hefur komið fram við rannsóknir taugavísindamanna undanfarin ár.“


Út fyrir kassann


Ingibergur heldur áfram:


„Hugræn endurforritun er meira en bara dáleiðsla, þótt dáleiðsluinnleiðingin sé vissulega lykill að undirvitundinni og þar með lækningunni,“ 


Hugræn endurforritun byggir að miklu leyti á brautryðjendastarfi sálfræðinga og geðlækna sem hafa farið óhefðbundnar leiðir. Helstir þeirra eru sálfræðiprófessorinn dr. Edwin Yager og geðlæknarnir John G. Watkins og Colin A. Ross, en þeir eru höfundar Subliminal Therapy, Ego State Therapy og The Trauma Model,“ 


Ingibergur er því næst spurður hverjir geti lært hugræna endurforritun.


„Þau sem ná bestum árangri er fólk með mikla lífsreynslu, fólk sem hefur þroskast í lífinu sjálf og er opið,“ svarar hann.


Kraftaverk eftir pöntun


Ingibergur segir síðan:

„Dáleiðandinn Charles Tebbetts skrifaði bókina „Miracles on Demand“ eða „Kraftaverk eftir pöntun“, en Tebbettes var upphafsmaður þáttameðferðar.


Ég hef einmitt upplifað í mínu starfi að þar verði oft kraftaverk þegar meðferðarþeginn losnar undan því fargi sem hefur gert líf hans óbærilegt árum eða áratugum saman.


Þetta gerist reyndar svo oft að með tímanum verða kraftaverkin hversdagsleg.“


Hvaða vandamálum sinna klínískir dáleiðendur?


Aðspurður hverjir leiti helst til dáleiðenda svarar Ingibergur:

„Flestir koma í dáleiðslumeðferð þegar læknar, sálfræðingar, hugleiðsla og aðrar meðferðir hafa ekki getað leyst málin.

Þá er dáleiðslumeðferð oftast síðasta stopp.“ Alvarleikinn sé oft í samræmi við það.


„Afleiðingar áfalla eru oft mikill kvíði og þunglyndi, sem og hvers konar fíkn, til dæmis spilafíkn, ástar- og kynlífsfíkn, sykurfíkn og svo framvegis.


Margir koma líka til að losna við fælni og meðferðin virkar mjög vel á hvers konar fælni; flughræðslu, prófhræðslu, félagsfælni, ótta við að tala opinberlega og fjölmargt annað,“ greinir Ingibergur frá.


Klínískir dáleiðendur


Ingibergur segir að eftir að farið var að kenna samkvæmt bókinni Hugræn endurforritun hafi ótrúlega margir af útskriftarnemum úr Dáleiðsluskóla Íslands hafið störf sem klínískir dáleiðendur.


„Um það bil 80 prósent nemenda fara þessa leið, sumir í fullu starfi en aðrir í hlutastarfi.


Reynslan í nágrannalöndunum hefur verið sú að eftir dáleiðslunámskeið snúi aðeins um fimm prósent nemenda sér að starfi við dáleiðslu,“ upplýsir Ingibergur og heldur áfram:


„Ég fylgi nemendum svo eftir þegar þeir fara að starfa við dáleiðslu, veiti þeim handleiðslu og er til halds og trausts.


Þetta hefur gefið mjög góða raun og nú er hægt að komast til klínískra dáleiðenda víða um land, meðal annars á Egilsstöðum, Hveragerði, Akureyri og í Reykjanesbæ, auk höfuðborgarsvæðisins.


Hægt er að komast í samband við dáleiðendurna og panta tíma á dáleiðsla.is, þar sem flipinn „meðferð“ er valinn,“ útskýrir Ingibergur.



Krefjandi og gefandi nám


Meðferðin sem Ingibergur kynnti í bók sinni Hugræn endurforritun er byggð á öðrum meðferðum, með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræðum. Niðurstaðan er heilsteypt meðferð sem hægt er að nota fyrir alla meðferðarþega.


Meðferðin er einstök og hvergi kennd utan Íslands.


Hvernig er komist í dáleiðslunám?


Dáleiðsluskóli Íslands heldur að jafnaði tvö grunnnámskeið og eitt framhaldsnámskeið á ári, undir leiðsögn frábærra kennara.


Námskeiðin eru afar krefjandi og fólk upplifir miklar breytingar á sjálfu sér og kynnist sér miklu betur.Hægt er að bóka á síðunni dáleiðsla.is


Ingibergur segir nám við Dáleiðsluskóla Íslands vera krefjandi og að fólk upplifi miklar breytingar á sjálfu sér og kynnist sér miklu betur.


Hvaða vandamál er hægt að leysa með meðferðardáleiðslu

 

Það er hægt að vinna með ótal margt í meðferðardáleiðslu. Hér eru nokkur dæmi sem sum koma örugglega á óvart:


Afleiðingar áfalla


Við áföll virkjast kerfi í huganum sem valda því að minningar geymast á annan hátt en aðrar minningar. Mandlan (e. amgydala) stjórnar því að slíkar minningar verða skýrar og varanlegar. Það veldur því að áhrifin eru alltaf til staðar og valda meðal annars kvíða.


#MeToo-byltingin hefur orðið til þess að margir hafa stigið fram og sagt frá reynslu sinni. Átakanlegt er að heyra sögurnar og ekki síður að afleiðingarnar séu langvarandi og hafi mikil áhrif á lífið, löngu eftir atburðinn.


Aðrar afleiðingar áfalla eru til dæmi kvíði, þunglyndi, fíkn, frestunarárátta, svefnleysi og vefjagigt.

Með Hugrænni endurforritun er hægt að eyða þessum tilfinningum og leysa fólk undan farginu sem á því hvílir.


Fælni


Flughræðsla, lofthræðsla, félagsfælni og önnur fælni hverfa oftast alveg með þessari meðferð.


Ofnæmi


Reynsla er komin á meðferð við ofnæmi fyrir köttum, hundum og öðrum dýrum og fyrir frjókornaofnæmi og hefur meðferðin skilað mjög góðum árangri.


Mígreni


Í flestum tilfellum hefur reynst auðvelt að lækna mígreni með dáleiðslumeðferð.


Lesblinda


Hugræn endurforritun hefur gefist vel í meðferð lesblindu.


Verkir


Oftast er hægt að minnka króníska verki mikið.


Á síðunni dáleiðsla.is er hægt að bóka Hugræna endurforritun og klíníska dáleiðslu hjá fjölda klínískra dáleiðenda.


Einnig er hægt að bóka á síðu Félags Klínískra dáeiðenda

https://dáleiðslufélagið.is

Viðtal nr.4

Viðtal á í Bítið á Bylgjunni 29.12.21


Sigurbjörg Kristjánsdóttir,

klínískur dáleiðandi


Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

Heading

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

S: 897 2578 sibba.kristjans@gmail.com

Mjög góður árangur af vinnu með afleiðingar andlegs og líkamlegs ofbeldis, nauðgana og annars kynferðisofbeldis



Sigurbjörg Kristjánsdóttir, 

klínískur dáleiðandi

Unnið með afleiðingar andlegs og líkamlegs ofbeldis, nauðgana og annars kynferðisofbeldis

Birta Einarsdóttir, 

klínískur dáleiðandi

Dáleiðsla eins og tröppugangur - vinna þarf úr einu þrepi í einu

Álfheiður Eva Óladóttir, 

klínískur dáleiðandi

Spilafíkn vék eftir einn dáleiðslutíma

Viðtal nr.5

Birtist í Fréttablaðinu 12. janúar, 2022

Hildur Salína Ævarsdóttir

klínískur dáleiðandi

S: 821 7922 hildursalina73@gmail.com

Dáleiðir nemendur sína í skólanum

Hildur Salína Ævarsdóttir er kennari við VMA – Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún er auk þess klínískur dáleiðandi sem tekur á móti skjólstæðingum sínum á stofu sinni á Akureyri.


„Ég byrjaði dáleiðslunámið haustið 2020 hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Ég sá fljótt að ég gat notað þessa þekkingu til að létta undir með nemendum mínum,“ segir Hildur Salína.


„Ég býð upp á hópdáleiðslu í skólanum. Nemendur einfaldlega elska þessar stundir og kalla mjög gjarnan eftir þeim. Með svona hópum vinn ég auðvitað á annan hátt en ég geri þegar ég er með einstakling en í grunninn er ég að nota sömu tækni.


Það snýst um að koma hópnum niður í ró og gottslökunarástand. Nemendur koma gjarnan með kodda og teppi að heiman svo

það fari vel um þá en annars notum við bara skólastofuna

sem við erum í og þeir leggjast bara á gólfið eða út á tún ef veður leyfir,“ heldur hún áfram. „Þegar ég hef náð þeim í ákveðið dáleiðsluástand vinn ég með að setja inn hjá þeim það sem við köllum dástikur en má

líka kalla jákvæðar tillögur.


Þegar þeir eru komnir í ró og slökun er mun auðveldara að komast að undirvitund þeirra og setja inn hjá þeim styrkjandi dástikur sem miða að því að

auka sjálfstraust þeirra og draga úr kvíðavaldandi tilfinningum.


Það geri ég með því að fá þá til þess að sjá sig í aðstæðum þar sem þeir eru öruggir og þeim líður vel með sjálfa sig og að láta þá upplifa að þeir eigi auðvelt með að sigrast á því sem þeir eru að fást við. Hvert og eitt sér sína mynd og setur sína túlkun á það sem ég segi við þau og gerir að sínum sigri,“ segir hún.


"Stundum förum við í það að hreinsa til og losa okkur við tilfinningar sem eru hamlandi fyrir okkur í daglegu lífi, þá upplifa þeir gjarnan mikinn létti eins og þeir hafi tekið af sér þungan bakpoka sem þeir hafa verið að burðast með.


Eins kem ég gjarnan inn á það að auka svefngæði þeirra þar sem hvíldin er gríðarlega mikilvæg fyrir þá.



“Hún heldur áfram: „Mjög algengt er að fólk misskilji dáleiðslu og geri sér óraunhæfar hugmyndir um hana,haldi til dæmis að sá sem er dáleiddur sé nánast viljalaust verkfæri í höndum dáleiðandans, sem er alls ekki.


Dáleiðsluþeginn er alltaf með meðvitund og er sá sem ræður ferðinni, hann getur til dæmis alltaf staðið upp og farið ef honum sýnist svo og aldrei er hægt að láta hann gera neitt sem hann ekki samþykkir sjálfur.


Í rauninni er dáleiðsluástand fremur hversdagslegt fyrirbæri sem venjulegt fólk reynir á sjálfu sér, nánast daglega. Til dæmis erum við í ákveðnu dáleiðsluástandi rétt áður en við sofnum og þegar við vöknum.


Dáleiðsluástand er í raun ekki annað en breytt vitund þar sem athyglinni er beint ákveðið að tilteknu atriði.“


Hildur Salína er mjög ánægð með námið sem hún fór í.


„Ég mæli með Dáleiðsluskóla Íslands því þar er kennslan mjög góð og eftirfylgni skólans alveg einstök.


Við nemendur skólans finnum vel fyrir því að stjórnendum hans er annt um að okkur gangi vel og leggja sig vel fram við að fylgja okkur eftir og halda utan um starf okkar

Viðtal nr.6

Birtist í Fréttablaðinu 14. janúar, 2021

Axel Bragason

klínískur dáleiðandi

Ef þú getur ekki orðið meistari í huganum er ólíklegt að þú verðir það í raun…

Axel Bragason er sjúkraþjálfari, íþróttaþjálfari og klínískur dáleiðandi auk þess að vera kennari hjá Dáleiðsluskóla Íslands.


Oft er hugurinn og hugarfar helsta hindrun þess að iðkendur nái hámarksárangri í sinni íþrótt, eða bara í lífinu yfirleitt.


Þetta er okkur löngu ljóst, en þó er þessari hlið þjálfunar almennt ábótavant,“ segir Axel.

„Vissulega hefur orðið vakning í þessum málaflokki undanfarin ár og margt íþróttafólk leitar sér nú aðstoðar með hugarfar sitt með einum eða öðrum hætti, í þeim tilgangi að bæta árangur sinn.


Íþróttasálfræðingar hafa verið duglegir að sinna þessum einstaklingum og hópum, en það sem vantar að mínu mati upp á er þekking þjálfara á því hvernig hugurinn raunverulega virkar og hvernig má efla hugræna færni iðkenda og hugarfar.


Einnig að þekkja það sem ber að varast í samskiptum við iðkendur. Ekki síst þegar iðkendur eru ungir og hafa

takmarkaða gagnrýna hugsun.


Þar er ábyrgð þjálfara mikil,“ heldur Axel áfram.


„Það breyttist verulega mikið hjá mér sjálfum sem þjálfara eftir að ég kynntist aðferðum dáleiðslunnar og þeim kenningum sem þar liggja að baki.


Margar þjálfarafyrirmyndir sem ég hafði í mínum huga hurfu þaðan í kjölfarið og nálgun mín við iðkendur í dag er önnur en hún var.Ekki það að maður sé að dáleiða iðkendur lon og don á æfingum og það sé aðalmálið, heldur frekar að maður noti dáleiðsluþekkinguna til að efla iðkendur á jákvæðan og árangursríkan hátt.


Einnig nota ég dáleiðslu til að auka áhrif skynmyndaþjálfunar og annarra aðferða hugrænnar þjálfunar minna iðkenda og annarra sem til mín leita.


Dáleiðsla er einnig gagnleg þegar iðkandi á við einhvers konar frammi­stöðu­kvíða eða ótta að etja. Eða jafnvel til að finna falin hugræn vandamál sem hafa neikvæð áhrif á iðkandann og takmarkandi áhrif á frammistöðu hans.


Oft má sjá mjög dramatískar breytingar á iðkendum eftir dáleiðslumeðferð og gæti ég nefnt ótal dæmi þess.Gildir þá einu hvort verið er að tala um ungt, upprennandi

íþróttafólk, atvinnu- eða áhugafólk.“

Viðtal nr.7

Viðtalið birtist á visir.is 28. desember, 2021

Auður Árnadóttir

klínískur dáleiðandi

S: 895 7450 audurarnad@gmail.com

Metoo umræðan erfið en grundvöllur þess að fólk vinni úr sárum áföllum

Auður Árnadóttir klínískur dáleiðandi rekur eigin stofu á Akureyri en hún lauk námi við Dáleiðsluskóla Íslands í maí 2018.


Auður starfaði lengi sem tannsmiður áður en hún ákvað að snúa við blaðinu og skrá sig í nám í dáleiðslu. Hún segir mannshugann heillandi viðfangsefni og dáleiðslu nýtast við úrvinnslu ólíkra tilfinninga.


Auður bætti einnig við sig námi í EMDR (áfallameðferð fyrir dáleiðendur) og Hugrænni endurforritun og segir opnari umræðu í samfélaginu, meðal annars um kynferðisofbeldi, hafi hvatt margt fólk til þess að leita sér aðstoðar vegna alvarlegra áfalla.


„Meetoo umræðan er erfið en nauðsynleg og hefur ýtt við mörgum að vinna í sínum málum og ég verð vissulega vör við það. Mörg eru jafnvel að segja frá erfiðri reynslu í fyrsta skipti, einmitt vegna þeirrar vitundarvakningar sem orðið hefur með opnari umræðu,“ segir Auður.


„Ég hef áhuga á öllu sem snertir mannshugann og sérstaklega afleiðingum áfalla.


Ég hef ekki sérhæft mig í neinu sérstöku þar sem reynsla mín er sú að fólk á öllum aldri leitar til mín með allskonar vandamál, alveg frá hræðslu við flugur eða að vilja hætta að reykja, yfir í dýpstu örvæntingu vegna fíkniefnaneyslu og alvarlegara afleiðinga áfalla, ofbeldis eða misnotkunar. Kvíði er oft birtingarmynd þessara vandamála,“ útskýrir Auður.


Hún segir afar gefandi að sjá fólk fá lausn sinna mála. „Mér finnst dáleiðsla frábær aðferð til árangurs og ég er svo lánsöm að hafa oft orðið vitni að ótrúlegum bata hjá skjólstæðingum mínum. Ég vinn alltaf með Kjarnanum eða innri styrk, sem margir kalla Centrum.


Hann höfum við öll og hann er forsendan fyrir því sem við köllum Hugræna endurforritun. Þegar við náum að tengjast Kjarnanum og virkja hann getur hann leyst úr ótrúlegustu málum.“


Auður leggur áherslu á að þeir sem til hennar leita njóti fulls trúnaðar. Gagnkvæm virðing ríki á stofunni og þar geti fólk talað um það sem það vill. Hún segir dáleiðslu ekki töfralausn, árangur meðferðar byggi á gagnkvæmri vinnu dáleiðanda og skjólstæðings.


„Það er nauðsynlegt að taka á móti fólki með opnum huga og sýna því virðingu og tillitssemi. Það þarf líka að hafa auðmýkt í þessu starfi því að við dáleiðendur erum ekki galdrafólk og við "fixum" engan. Ef fólk er tilbúið til að breyta lífi sínu gerist það, annars ekki,“ útskýrir Auður.


„Það er ekki hægt að láta fólk gera neitt í dáleiðslu sem það vill ekki sjálft. Við erum heldur ekki sálfræðingar eða geðlæknar, við erum ekki að sjúkdómsgreina fólk eða skipta okkur af lyfjagjöf.


Við erum að hjálpa fólki með allskonar vandamál og verkefni sem lífið leggur því á herðar, að hjálpa sér sjálfu,“ segir Auður“

Heading

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir, 

klínískur dáleiðandi

Viðtal á í Bítið á Bylgjunni 29.12.21

Ingibergur Þorkelsson,

klínískur dáleiðandi

Hlaðvarpið NORMIÐ

Ingibergur í heimsókn hjá Evu og Sylvíu

Undir YFIRBORÐIÐ

- þáttur Ásdísar Olsen

um dáleiðslu

Ingibergur Þorkelsson, 

klínískur dáleiðandi

Dáleiðslunámskeið Dáleiðsluskóla Íslands 

Hugræn endurforritun í útrás

Axel Bragason, 

klínískur dáleiðandi

Ef þú getur ekki orðið meistari í huganum er ólíklegt að þú verðir það í raun…

Hildur Salína Ævarsdóttir

klínískur dáleiðandi

Dáleiðir nemendur

sína í skólanum

Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir

klínískur dáleiðandi

Það er eiginlega sama hvað unnið er með, langflestir ná góðum árangri

Guðbjörg Erlendsdóttir, 

klínískur dáleiðandi

Hvers vegna höfum við tilhneigingu til þess að keyra okkur í þrot?

Ingibergur Þorkelsson,

  klínískur dáleiðandi

Kraftaverk eftir pöntun

Ingibergur Þorkelsson, 

klínískur dáleiðandi

Finnst hann hafa

fjölfaldað sig


Félag Klínískra Dáleiðenda

22 klínískir dáleiðendur eru með stofur á 3 stöðum við Ármúla í Reykjavík

Gísli Freyr Eggertsson

klínískur dáleiðandi

Dáleiðir í gegn um netið

Auður Árnadóttir, 

klínískur dáleiðandi

Grundvöllur þess að fólk vinni úr sárum áföllum

Álfheiður Eva Óladóttir

klínískur dáleiðandi

Gríðarlega öflug og 

hraðvirk verkfæri

Ingibergur Þorkelsson

klínískur dáleiðandi

Með tímanum verða kraftaverkin hversdagsleg

Viðtal nr.8

NORMIÐ 12. mars, 2021

Ingibergur Þorkelsson

klínískur dáleiðandi

í Hlaðvarpinu NORMIÐ

með Evu og Sylvíu





Viðtal nr.9

Viðtalið birtist í visir.is 25. maí, 2022

Guðbjörg Erlendsdóttir

klínískur dáleiðandi

S: 776 1220 exito.daleidsla@gmail.com

Hvers vegna höfum

við tilhneigingu
til þess að keyra
okkur í þrot?

Guðbjörg Erlendsdóttir, klínískur dáleiðandi, hafði unnið sem stjórnandi í 20 ár þegar hún sneri sér að stjórnenda- og mannauðsráðgjöf og leiðtogaþjálfun (m.a. markþjálfun) til fyrirtækja.


Hún sá not fyrir fjölbreyttari verkfæri í starfi sínu sem ráðgjafi og að dáleiðsla gæti meðal annars nýst sem verkfæri innan fyrirtækja og stofnana.


Öflug meðferð


Mikil vitundarvakning er meðal stjórnenda um að veita góðan stuðning inn á vinnustað þegar kemur að andlegri og líkamlegri vellíðan og velferð starfsfólks og á meðferðardáleiðsla klárlega erindi sem valmöguleiki.


Hún starfrækir eigin ráðgjafastofu, Éxito ehf., auk þess að veita meðferðardáleiðslu í Ármúla 23. „Fyrirtæki fá markþjálfa til þess að þjálfa stjórnendur og starfsfólk og ég sá að í ákveðnum tilfellum gæti dáleiðsla nýst.


Ég hef mjög lengi haft áhuga á því sem snýr að öllu mannlegu og aflað mér menntunar til að fá betri skilning á fólki, m.a. í sálfræði og stjórnendafræði við HÍ, stjórnenda og NLP markþjálfun.


En mig langaði til þess að kafa dýpra og hef lokið bæði grunnnámi og framhaldsnámi í meðferðardáleiðslu og hjá Dáleiðsluskóla

Íslands,“ útskýrir Guðbjörg.


Hjá Dáleiðsluskóla Íslands lærði hún Hugræna endurforritun sem hún segir afar öfluga meðferð. Aðferðin hefur meðal annars reynst áhrifarík við vinnu með afleiðingar áfalla.


Höfundur meðferðarinnar er Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands.


Hún segir flest okkar verða fyrir áföllum á lífsleiðinni. Heilinn hafi getu til að vinna úr mörgu en sumt situr eftir og getur haft áhrif á okkar daglega líf - oft án þess að við

gerum okkur grein fyrir því.


„Af hverju höfum við tilhneigingu til þess að keyra okkur í þrot? Af hverju erum við svona upptekin af því að vera dugleg?


Rótina getur verið að finna langt aftur í æsku, hegðunarmynstur sem verður til þegar við erum í ákveðnum aðstæðum sem börn, eitthvert viðbragð sem fylgir okkur áfram.


Nýta innri styrk einstaklingsins


Það getur komið fólki á óvart að þetta tiltekna atvik hafi haft svona mikil áhrif og íþyngjandi og oft koma upp atriði sem fólk var búið að gleyma,“ segir Guðbjörg.


„Fólk þarf ekki að staldra við það sem kemur upp í dáleiðslumeðferð eða fara inn í tilfinninguna frekar en það vill.


Við erum ekki að þurrka út minningar í meðferðinni, þær verða áfram til staðar

en við losum fólk við tilfinninguna og ýmsar aðrar áhengjur sem tengist ákveðnum atburði og hefur íþyngt því og hamlað.


Hugræn endurforritun gengur út á að nýta innri styrk einstaklingsins sjálfs. Í raun er þetta stýrð sjálfsdáleiðsla. Það gerist ekkert nema viðkomandi sé tilbúinn til þess. Ég hef unnið með ólík mál en rauði þráðurinn hjá mörgum þeirra sem komið hafa til mín er mikið álag, streita og áfallastreituröskun og andlegt og líkamlegt þrot.“


Árangurinn kemur fljótt fram


„Það er einstaklega ánægjulegt að sjá þær breytingar sem verða á fólki sem leitar til mín. Oft þarf ekki nema þrjú skipti til þess að fólk finni innri ró og sitji betur í sjálfu sér.


Dæmi eru um að líkamleg einkenni sem rakin hafa verið til álags hafa minnkað til muna eða horfið eftir dáleiðslumeðferð og fólk sem leitar til mín með svefnvandamál hefur öðlast allt að 80 til 100% betri svefn.


Þá hafi árangurinn haldist stöðugur einum til tveimur mánuðum eftir að meðferð lauk sem er mjög góður vitnisburður.


Klínískir dáleiðendur eru almennt ekki sálfræðingar, þótt nokkrir sálfræðingar hafi vissulega lært og noti þessa meðferð. Við skiptum okkur heldur ekki af lyfjameðferð.

Við vinnum með undirvitundinni og leiðum fólk þannig til lausnar á þeim vandamálum sem það vill fá lausn á“ segir Guðbjörg að lokum.

Viðtal nr.10

Viðtalið birtist í Fréttablaðinu 12. janúar, 2022

Ingibergur Þorkelsson

klínískur dáleiðandi

Dáleiðslunámskeið Dáleiðsluskóla Íslands

Fjölbreytt námskeið í 11 ár


Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskólans, hefur í mörg ár haldið fjölbreytt námskeið í dáleiðslu.


Margt er að gerast hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Á næstunni verða haldin grunnnámskeið í dáleiðslu, framhaldsnámskeið í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun auk námskeiða í EMDR, sjálfsdáleiðslu og skýrdreymi.


Ellefta árið í röð verða haldin grunnnámskeið í dáleiðslu. Síðan verður framhaldsnámskeið í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun, námskeið í EMDR fyrir dáleiðendur og ekki síst námskeið í sjálfsdáleiðslu og skýrdreymi (e. lucid dreaming).


Ingibergur Þorkelsson skólastjóri segir: „Námskeiðin okkar hafa þróast mjög mikið á þessum ellefu árum. Eftir að kennslubókin í Hugrænni endurforritun kom út haustið

2020 hefur framhaldsnámið orðið miklu öflugra og meirihluti nemenda hefur störf við meðferðardáleiðslu eftir útskrift, annað hvort í hlutastarfi eða fullu starfi.


Árangur meðferðanna er ótrúlega góður og segja má að árangur náist í meðferð á flestu því sem hrjáir okkur mannfólkið.“


Af ávöxtunum

skuluð þér þekkja þá


Aðspurður hvernig gangi í samkeppninni við aðra dáleiðsluskóla segir Ingibergur: „Það er heiður af því að hafa sporgöngumenn.

Það sýnir að við erum að gera vel. Frá því við byrjuðum með okkar námskeið árið 2011 hafa fimm aðrir skólar verið stofnaðir. Fjórir þeirra eru hættir en einn er enn í gangi.


Það er jákvætt að hafa samkeppni, heldur okkur við efnið og gefur fólki val.


Varðandi valið væri rétt fyrir væntanlega

nemendur að skoða árangur námsins.


Hversu margir af útskrifuðum nemendum skólans starfa sem dáleiðendur? Er árangur af meðferðum birtur á síðu skólans?


Einkunnarorð Silla og Valda geri ég að mínum fyrir hönd Dáleiðsluskóla Íslands: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.”


Hægt að kenna

þrátt fyrir Covid


Aðspurður um kennslu á Covid-tímum segir Ingibergur: „Þessi veira virðist ekki vera á förum. Við höfum lært að lifa með henni. Við notum hraðpróf fyrir hvern námskeiðshluta og förum eftir öllum sóttvarnareglum um bil milli nemenda, sótthreinsun og hólf. Ef þú ætlar að fresta öllu þangað til þessi faraldur er genginn yfir gætir þú þurft að bíða lengi. Við viljum frekar lifa núna.“

Meðferðin sem Ingibergur kynnti í bók sinni Hugræn endurforritun er byggð á öðrum meðferðum, með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræðum. Niðurstaðan er heilsteypt meðferð sem hægt er að nota fyrir alla meðferðarþega. Meðferðin er einstök og hvergi kennd utan Íslands.


„Ég þekki vel til hjá dáleiðsluskólum í Bretlandi og víðar í Evrópu sem og í Bandaríkjunum eftir að hafa unnið með Roy Hunter og Dr. Edwin Yager að því að koma þeirra námskeiðum á framfæri.


Ég hef kynnt meðferðina á nokkrum stöðum og viðtökurnar hafa verið framúrskarandi. Það er núna unnið að undirbúningi að þýðingu bókarinnar á ensku og þýsku og skólar í Bretlandi, Þýskalandi og Sviss ætla að taka upp kennslu í Hugrænni endurforritun á næstu árum.Þetta er virkilega skemmtileg framvinda mála,“ segir Ingibergur.


Sjálfsdáleiðsla og

skýrdreymi (lucid dreaming)


Eitt af námskeiðunum sem eru fram undan er námskeið í sjálfsdáleiðslu og skýrdreymi.


„Þetta er afar merkilegt og skemmtilegt námskeið. Michał Cieślakowski, kennari námskeiðsins, er afar reyndur dáleiðandi þrátt fyrir ungan aldur, enda segir hann að dáleiðsla sé allt í senn, ástríða sín, áhugamál, atvinna og lífið sjálft.


Óhætt er að segja að hann kenni af lífi og sál. Námskeiðið er kennt á ensku og hver

mínúta er nýtt að fullu,“


Námskeiðið er bæði fyrir dáleiðendur sem vilja ná lengra og fyrir allan almenning, þá sem vilja ná stjórn á lífi sínu í vöku og draumi. segir Ingibergur.

Viðtal nr.11

Viðtalið birtist í Fréttablaðinu, 22, janúar, 2022

Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir

klínískur dáleiðandi

S: 869 8161 ragng@simnet.is

Árangurinn

afar góður


Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir er klínískur dáleiðandi sem starfar á Akureyri. Hún lauk námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands haustið 2020.


Það er eiginlega sama

hvað unnið er með,

langflestir ná góðum árangri.


„Ég var afar ánægð með námið og gat notað það fyrir sjálfa mig frá byrjun og að námi loknu fór ég strax að bjóða fólki upp á dáleiðslutíma.


Síðan þá hefur fólk á öllum aldri leitað til mín, bæði konur og karlar og einnig hafa foreldrar leitað til mín með börnin sín.


Það er margt og ólíkt sem getur hrjáð okkur mannfólkið og með dáleiðslu geta flestir fengið bót,“ segir Ragnheiður.


Spurð um árangurinn af starfinu segir hún: „Ég nota fyrst og fremst Hugræna endurforritun í mínum meðferðum.


Árangurinn af starfi mínu hefur verið mjög góður á mörgum sviðum og það gleður mig afar mikið. 


Hún heldur áfram: „Það er eiginlega sama hvað unnið er með, langflestir ná góðum árangri.


Margir hafa getað bætt mataræði og breytt venjum, orðið bjartsýnni, jákvæðari og orkumeiri og getað bætt samskipti sín við aðra, öðlast aukið sjálfstraust og orðið sterkari persónur.


Ýmsir þrálátir verkir minnka eða hverfa, svimi og þrálátur hósti hafa horfið. Fólk losnar við fælni svo sem sprautuhræðslu, bílhræðslu og fleira.“


Ragnheiður segir einnig að kvíðinn minnki eða hverfi, ofnæmi batni og áhrif eineltis minnki og hverfi.


„Ég er afskaplega þakklát og hugsa nánast 

um það á hverjum degi hvað ég er lánsöm að hafa fengið þessi verkfæri upp í

hendurnar til að hjálpa öðrum.“ 

Viðtal nr.12

Viðtalið birtist á Fréttablaðinu

14. janúar, 2021

Gísli Feyr Eggertsson

klínískur dáleiðandi

Dáleiðir

í gegnum netið


Gísli Freyr Eggertsson er klínískur dáleiðandi og kennari við

Dáleiðsluskóla Íslands.


Það er nauðsynlegt að

taka á móti fólki með opnum huga og sýna því virðingu og tillitssemi


„Það er svo magnað að í dag þarftu ekki einu sinni að fara út úr húsi til að fá dáleiðslutíma. Tæknin er orðin svo góð að það að sitja heima hjá sér í sínum uppáhaldsstól með síma og láta dáleiða sig getur verið jafn áhrifaríkt og að mæta á stofu hjá dáleiðara.“ segir Gísli Freyr hjá Verbis dáleiðslu sem, eftir að COVID kom upp, flutti sína stofu yfir á netið með góðum árangri.


„Mér fannst náttúrulega ekkert annað koma til greina eins og staðan var orðin. Raunin er svo að árangurinn er mjög svipaður og áður, helsti munurinn er sá að fólk þarf ekki að gera sér ferð til að komast á staðinn. Ég hef verið að fá fólk með alls konar vandamál eins og reykingar, lítið sjálfstraust og ofnæmi fyrir köttum og hundum svo dæmi séu tekin.“


Gísli hefur verið að læra dáleiðslu í um tuttugu ár og hefur lært hjá nokkrum af helstu dáleiðurum og meðferðardáleiðsluaðilum samtímans.


Hann hjálpar einstaklingum að ná fram breytingum með aðstoð dáleiðslunnar.


„Dáleiðslan er fyrst og fremst verkfæri til að ná sambandi við undirvitundina og ná fram þeim breytingum sem meðferðarþeginn vill ná fram. Öllum okkar viðbrögðum er stjórnað af undirvitundinni og ef við breytum viðbrögðunum þá er vandamálið ekki til staðar lengur,“ segir Gísli Freyr.


Hann heldur áfram: „Dáleiðsla er jafn öflug í gegnum netið og skjáinn og þegar þú hittir fólk í eigin persónu. Ég þurfti alveg að venjast þessu aðeins en síðan hefur þetta ekki verið neitt mál. Fólki líður líka vel heima hjá sér, það er ekki á einhverjum ókunnugum stað og ekkert vandamál að finna út hvernig það á að koma sér á staðinn.“


Gísli segir að einfalt sé að panta tíma.„Þú einfaldlega ferð á heimasíðuna, verbisdaleidsla.is og velur lausan tíma og þegar kemur að honum þá hittumst við á net­spjalls­forritinu Zoom.


Það er líka hægt að panta frían samtalstíma fyrst ef vill. Oft er hugurinn og hugarfar helsta hindrun þess að iðkendur nái hámarksárangri í sinni íþrótt, eða bara í lífinu yfirleitt.


Viðtal nr.14

Viðtalið birtist í visir.is 25. maí, 2022

Birta Einarsdóttir

klínískur dáleiðandi

S: 692 9990 birta.ein@gmail.com

Dáleiðsla eins og tröppugangur - vinna þarf úr einu þrepi í einu

Birta Einarsdóttir er klínískur dáleiðandi frá Dáleiðsluskóla Íslands. Hún hefur náð miklum árangri með Hugrænni endurforritun og segir afar gefandi að sjá hvernig meðferðin skilar skjólstæðingum hennar langþráðum létti.


Oft kemur eitthvað upp

sem fólk bjóst ekki við.


Hugræn endurforritun er magnað fyrirbæri og afar öflug meðferð en með henni er hægt að leiðsegja fólki gegnum sárar minningar og hluti sem það hefur grafið í undirmeðvitundinni og vinna úr þeim.


Margt fólk gengur með óútskýrða vanlíðan árum saman sem það veit ekki hvaðan kemur og veldur því kvíða.


Með þessari aðferð vinnur einstaklingurinn sína vinnu í undirmeðvitundinni sjálfur.


Ég leiði hann áfram með stikkorðum og fólk þarf ekki að segja mér hvað það er að fást við frekar en það vill.


Oft kemur eitthvað upp sem fólk bjóst ekki við. Ég lýsi dáleiðslumeðferð gjarnan eins og tröppugangi því þú ætlar þér kannski að vinna í tröppu 15 en lendir á tröppu 10 því þar er eitthvað sem þarf að vinna úr til þess

að komast áfram upp.


Oftast þarf lágmark þrjá tíma til að vinna vel úr þeim verkefnum sem mæta fólki en ég hef séð ótrúlegan árangur strax eftir fyrsta tímann.


Fólk trúir því varla nema upplifa það sjálft. Ég hef haft hjá mér einstakling sem sagðist eftir aðeins einn tíma upplifa sig í núinu í fyrsta sinn á ævinni.


Hafði alltaf verið „annars staðar“ alltaf að þjónusta fólkið sitt en upplifði loksins sjálft sig.  Það eru töfrarnir við dáleiðslu og ég kem alltaf glöð út eftir vinnudaginn

Viðtal nr.15

Birtist í Fréttablaðinu 14. janúar, 2021

Álfheiður Eva Óladóttir

klínískur dáleiðandi

S: 663 4864   daleidslumedferd@gmail.com

Gríðarlega öflug og

hraðvirk verkfæri

Álfheiður Eva Óladóttir starfar

semklínískur dáleiðandi

á eigin meðferðarstofu


„Ég hef alltaf haft áhuga á huganum og sálarlífi fólks og lærði sálfræði í Háskóla Íslands.


Áhuginn á dáleiðslumeðferð vaknaði snemma en það var þó fyrir hálfgerða tilviljun að ég fór á námskeið í meðferðardáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands í byrjun árs 2018,“ segir Álfheiður.


„Upphaflega hafði ég áhuga á að nota þessar aðferðir til eigin sjálfseflingar. Þegar ég kynntist dáleiðslunni fann ég fljótt að ég vildi ekki síst nota hana til að hjálpa öðrum.


Ég upplifði þetta sem ákveðna köllun, ég yrði að fara í frekara nám og þjálfun og miðla þessari þekkingu áfram.


Það varð ekki aftur snúið. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu gríðarlega öflug og hraðvirk þessi verkfæri eru og hvað það er hægt að nota þau á víðtækan hátt,“ heldur Álfheiður áfram.


„Ég hef persónulega fengið bata af ýmsum kvillum sem hafa hrjáð mig í gegnum tíðina, meðal annars losnaði ég alveg við vefjagigt.


Einnig hef ég upplifað merkilegar og jákvæðar breytingar á sjálfri mér síðustu ár sem ég tengi alfarið við meðferðardáleiðslu.


Mín skoðun er að það ætti að nýta þessar aðferðir víða innan heilbrigðiskerfisins og ég vona að vaxandi þekking og umræða um möguleika meðferðardáleiðslu muni ryðja þá braut.


Í dag rek ég eigin stofu og tek á móti fólki með ýmis vandamál af sálrænum og sálvefrænum toga. Vandamálin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg og ég hef virkilega notið þess að geta aðstoðað fólk til að ná betri líðan og bættum lífsgæðum.


Ég hef meðal annars unnið talsvert með fælni og kvíða. Mín reynsla er að meðferðardáleiðsla sé mjög góður valkostur í þeim efnum og það eru fjölmörg dæmi þess að einstaklingar hafa fengið verulegan bata af kvíða og fælni af ýmsum toga.


Ég hef einnig kennt á grunnnámskeiði Dáleiðsluskóla Íslands. Það hefur verið mjög lærdómsríkt og gefandi að kynnast öllum þessum frábæru nemendum og geta kynnt áhrifamátt og möguleika dáleiðslunnar fyrir þeim.“


Hægt er að bóka meðferðartíma hjá Álfheiði Evu á síðunni daleidsla.is/medferd og á dáleiðslufélagið.is


Viðtal nr.16

Viðtalið birtist í Fréttablaðinu 24. ágúst, 2021

Ingibergur Þorkelsson

klínískur dáleiðandi

Finnst hann hafa fjölfaldað sig


Ingibergur Þorkelsson er klínískur dáleiðandi, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands og höfundur bókarinnar

Hugræn endurforritun.

Flestir útskriftarnemar verða meðferðaraðilar.


Ég gat engan veginn annað eftirspurn eftir meðferðum,“ segir Ingibergur Þorkelsson.


„Eftir að ég kom fram í þættinum Undir yfirborðið þar sem sagt var frá árangrinum bókuðu svo margir hjá mér að ég varð að loka fyrir bókanir og var lengi að vinna úr biðlistanum.“ Ingibergi þótti þungbært að geta ekki hjálpað fleirum.


„Til þess að leysa þennan vanda ákvað ég að flýta útgáfu bókarinnar sem ég hafði fyrir löngu ákveðið að skrifa og fékk nafnið Hugræn endurforritun.“


Bókin er kennslubók framhaldsnáms Dáleiðsluskóla Íslands. „Ég hef síðan kennt tvö framhaldsnámskeið samkvæmt bókinni og hún er nú komin út í 2. útgáfu þar sem ég bætti því við sem mér fannst vanta að fenginni reynslu.“


Frábærir nemendur


„Ég hef verið svo heppinn að fá frábæra nemendur á námskeiðin,“ segir Ingibergur.


„Þau hafa mörg staðið sig svo vel í meðferðarstarfinu að mér finnst að ég hafi fjölfaldað mig.


Flestir útskriftarnema hafa snúið sér að meðferðarstarfi eftir námskeiðið. Sum finnst mér vera komin lengra en ég sjálfur og árangurinn er eftir því.“


Ingibergur er því næst spurður hverjir geti lært Hugræna endurforritun. „Þau sem ná bestum árangri er fólk með mikla lífsreynslu, fólk sem hefur þroskast í lífinu sjálfu og er opið,“ segir hann.


Út fyrir kassann


„Hugræn endurforritun er meira en bara dáleiðsla, þótt dáleiðsluinnleiðing sé vissulega lykillinn að undirvitundinni og þar með lækningunni,” segir Ingibergur.


„Hugræn endurforritun byggir að miklu leyti á brautryðjendastarfi sálfræðinga og geðlækna sem hafa farið óhefðbundnar leiðir. Helstir þeirra eru sálfræðiprófessorinn Dr. Edwin Yager og geðlæknarnir John G. Watkins og Colin A. Ross. Þeir eru höfundar Subliminal Therapy, Ego State Therapy og The Trauma Model.“


Kraftaverk eftir pöntun


Ingibergur heldur áfram: „Dáleiðandinn Charles Tebbetts skrifaði bókina Miracles on Demand, eða Kraftaverk eftir pöntun, en Tebbetts var upphafsmaður þáttameðferðar. Ég hef einmitt upplifað í mínu starfi að þar verði oft kraftaverk þegar meðferðarþeginn losnar undan því fargi sem hefur gert líf hans óbærilegt árum eða áratugum saman. Þetta gerist svo oft að með tímanum verða kraftaverkin hversdagsleg.“


Dáleiðslan síðasta stopp


Hverjir leita til klínískra dáleiðenda og með hvaða vandamál ?


Um það hverjir leiti helst til dáleiðenda segir Ingibergur að flestir komi í dáleiðslumeðferð eftir að hafa reynt flest annað. „Þegar læknar, sálfræðingar, hugleiðsla og aðrar meðferðir hafa ekki getað leyst málin þá er dáleiðslumeðferðin oftast síðasta stopp.


Alvarleikinn er oft í samræmi við það.


Afleiðingar áfalla eru oft mikill kvíði og þunglyndi og hvers konar fíkn, til dæmis spilafíkn, ástar- og kynlífsfíkn, sykurfíkn og svo framvegis. Það koma líka margir til að losna við fælni en meðferðin virkar mjög vel á hvers konar fælni, til dæmis flughræðslu, prófhræðslu, félagsfælni, ótta við að tala opinberlega og fjölmargt annað.“


Kvíðinn afleiðing áfalla


Hvers vegna er svona mikil eftirspurn eftir dáleiðslumeðferð? Ingibergur segir helstu ástæðu kvíða og vanlíðunar vera afleiðingar áfalla. „Tilfinningar sem verða til við áföll eyðast ekki og valda stöðugt vanlíðan, árum og áratugum saman.


Ef við viljum bæta líf fólksins í landinu þarf að hugsa betur um börn og ungmenni og forða þeim frá áföllum sem uppeldi og umhverfi valda. Desmond Tutu, erkibiskup í Suður Afríku, varpaði fram þeirri spurningu hvers vegna við séum alltaf að draga fólk upp úr ánni í stað þess að ganga upp með henni og athuga hvers vegna það dettur ofan í.


Þangað til við bætum forvarnirnar verður alltaf biðröð eftir meðferð.


Hvernig er hægt að komast í dáleiðslunám?


Aðspurður um möguleika á dáleiðslunámi segir Ingibergur að Dáleiðsluskóli Íslands haldi að jafnaði tvö grunnnámskeið og eitt framhaldsnámskeið á ári.


„Námskeiðin eru afar krefjandi og fólk upplifir miklar breytingar á sjálfu sér og kynnist sér miklu betur. Kennararnir eru líka frábærir.“ 

Margt hægt að bæta

með dáleiðslu


Á dáleiðsla.is er hægt að bóka Hugræna endurforritun og klíníska dáleiðslu hjá fjölda dáleiðenda.


Boðið er upp á meðferð í Reykjanesbæ og Reykjavík, á Egilsstöðum, í Hveragerði og á Akureyri.


Á síðunni www.dáleiðsla.is er hægt að bóka Hugræna endurforritun og klíníska dáleiðslu hjá fjölda dáleiðenda. Þau vinna með margs konar vandamál, svo sem:


Afleiðingar áfalla


Við áföll virkjast kerfi í huganum sem valda því að minningar geymast á annan hátt en aðrar minningar. Mandlan (amgydala) stjórnar því að slíkar minningar verða skírar og varanlegar.


Þetta veldur því að áhrifin eru alltaf til staðar og valda m.a. kvíða. #MeToo byltingin hefur orðið til þess að margir hafa stigið fram og sagt frá reynslu sinni. Átakanlegt er að heyra sögurnar og ekki síður að afleiðingarnar séu langvarandi og hafi mikil áhrif á lífið löngu eftir atburðinn.


Aðrar afleiðingar áfalla eru m.a. kvíði, þunglyndi, fíkn, svefnleysiog vefjagigt.

Með Hugrænni endurforritun er hægt að eyða þessum tilfinningum og leysa fólk undan farginu sem á því hvílir.


Fælni


Flughræðsla, lofthræðsla, félagsfælni, geitungafælni og önnur fælni hverf oftast alveg með þessari meðferð. Fælni lýsir sér þannig að fólk veit vel að fælnin er órökrétt. Það veit t.d. að það er öruggara að ferðast í flugvél en í bíl. Þessi vitneskja breytir því hins vegar ekki að óttinn við að fljúga getur verið lamandi.


Ofnæmi


Reynsla er komin á meðferð við ofnæmi fyrir köttum, hundum og öðrum dýrum og fyrir frjóofnæmi og hefur meðferðin skilað mjög góðum árangri.


Hugur og líkami hafa ákveðið að eitthvað, t.d. dýr, sé hættulegt og að því sé rétt að viðkomandi fælist þau í öryggisSkyni. Uphafs þessa ótta er þá eitthvert atvik, oftast gleymt, sem hefur valdið því að þessi ákvörðun er tekin. Með því að finna upplýsingar um atvikið í undirvitundinni og leiðrétta þessa ákvörðun hverfur þessi ótti.


Astmi


Þegar lungun og lungnapípurnar eru heil og óskemmd en fólk hefur samt astma er hann nær alltaf af hugrænum toga. Börn læra ósjálfrátt að hafa astma þegar þau upplifa að astmakast verður til þess að fullorðna fólkið veitir þeim umhyggju sem sjaldan er í boði.


Lærdómurinn styrkist við endurtekin atvik og hugurinn lærir þannig að nota þessa aðferð til þess að afla umhyggju frá öðrum. Þótt viðkomandi sé orðinn fullorðinn veit sá þáttur í huganum sem stjórnar ferlinu ekki af því að aðstæður hafa breyst og heldur áfram að valda astma.

Viðtal nr.17

Hringbraut 23. nóvember, 2019

Ingibergur Þorkelsson

klínískur dáleiðandi

Sjónvarpsþáttur 

um dáleiðslu


Undir yfirborðið 

með Ásdísi Olsen



Your cart is empty Continue
Shopping Cart
Subtotal:
Discount 
Discount 
View Details
- +
Sold Out