Dáleiðslumeðferð er gagnreynd meðferð


Meðferðarúrræði við sálrænum vanda eru mörg en fá þeirra eru gagnreynd. Það að vera gagnreynd

meðferð þýðir að rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferðin virki í raun og veru þannig að mælanlegt sé


Meðferðardáleiðsla er gagnreynd meðferð m.a. við kvíða og þunglyndi.


Rannsóknir á dáleiðslumeðferð hafa verið stundaðar síðan á 18. öld

og hundruð bóka um dáleiðslumeðferð hafa verið gefnar út.


Vísindamenn margra háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu gefa reglulega

út rannsóknarniðurstöður sínar á dáleiðslumeðferð


Leit á PubMed sýnir rúmlega 16 þúsundir slíkra rannsókna.


Hér að neðan er hægt að skoða þrjár rannsóknir á gagnsemi dáleiðslu


Safngreining

(meta analysis)

á virkni dáleiðslumeðferðar

við kvíða

unnin af Valentine KE, Milling LS,
Clark LJ, Moriarty CL. árið  2019 á
virkni dáleiðslumeðferð við kvíða.

Helstu niðurstöður voru að þeir þátttakendur sem

fengu dáleiðslumeðferð upplifðu minni kvíða í

kjölfarið en 79% þátttakenda í samanburðarhóp.

Íslensk rannsókn

á gagnsemi dáleiðslumeðferðar

Þessi rannsókn var gerð á Íslandi.

Hún birtist í Tímariti hjúkrunarfræðinga.
Hér að neðan er mynd af hluta forsíðu rannsóknarinnar en
með því að smella á hlekkinn hér að neðan getur þú
sótt hana í heild sinni í pdf formi

Samanburðarrannsókn

(meta analysis) á dáleiðslumeðferð, EMDR, HAM og DBT



Edwin K. Yager

University of California at San Diego, La Jolla, CA, USA


This study is a comparative analysis of the effectiveness of four psychotherapeutic treatment modalities:


Cognitive-Behavioral Therapy (CBT), Eye Movement Desensitization and Reprocessing (EMDR), Dialectical Behavior Therapy (DBT), and Hypnotic methods (HYP).


The aim of this study was to determine the independent

effectiveness of the four treatment modalities by reviewing the available literature.


A total of 26,724 studies were identified by ProQuest search and screened to eliminate studies that did not permit computation of the success rates of their use. Of that total, 648 studies included objective data in some form, with 207 studies qualifying for

inclusion in the analysis.


The “Success Rate” measure was used as the standard of measurement, and was obtained by comparing the pre-treatment scores with post-treatment scores as published in the qualifying studies.

Analysis revealed the most effective treatment modality to be EMDR,with a success rate of 49.4%. CBTwas the second most

effective at 40.5%,  the success rate of Hypnosis was 39.2% and the success rate of DBT was 22.4%.


Keywords: CBT, EMDR, DBT, hypnosis, effectiveness, efficacy, success rate

Hvað er hægt að bæta með meðferðardáleiðslu ?

Athyglisbrestur - ADHD

Athyglisbrestur - ADHD 

Oft á athyglisbrestur upptök sín í uppeldi á heimili þar sem er mikið áreiti og oftast er hægt að bæta ástandið mikið.   ADHD hefur einnig minnkað mikið eða horfið við persónuþáttagreiningu í Hugrænni endurforritun

Álög

Álög

Börn trúa því sem þeim er sagt. Sérstaklega eru foreldrar og annað yfirvald tekin trúanleg gagnrýnislaust.

Börn trúa líka því sem þeim er sagt um þau sjálf.


Ef þeim er sagt að þau geti gert hvað sem er, að þau séu góð, fær og dugleg þá verður það hluti af þeirra persónuleika.

Þegar þau vaxa úr grasi tekst þeim allt sem þau reyna jafnvel þótt aðstæður séu þannig að ólíklegt sé að árangur náist.


Sé þeim hins vegar sagt að þau séu heimsk, geti ekki lært og muni aldrei geta neitt þá verður það raunveruleiki þeirra.

Þessum einstaklingum mun aldrei takast neitt hversu góð sem ytri skilyrði eru.


Þetta er forritun.


Og sé hún neikvæð væri nær að kalla hana álög.

Rétt eins og í ævintýrunum, þegar nornin segir: Ég legg svo á og mæli um....


Hugræn endurforritun getur leyst fólk úr þessum álögum

Félagsfælni

Félagsfælni

Orsakir félagsfælni eiga sér rót í undirvitundinni. Það getur tekið nokkur skipti í meðferðardáleiðslu að leiðrétta þetta ástand.

Fíkn

Fíkn 

Fíkn er hvers konar atferli sem notað er ti að bæla niður óþægilegar tilfinningar.  Kanadíski geðlæknirinn Colin A. Ross segir:  "The problem is not the problem" - Vandamálið er ekki vandamálið. 

Með öðrum orður er fíknin lausnin sem viðkomandi einstaklingur hefur fundið við vandanum.


Fíknin, atferlið, er notuð til þess að bægja frá erfiðum tilfinningum um stundarsakir.


Með Hugrænni endurforritun hefur m.a. tekist að eyða spilafíkn og kynlífsfíkn.  Dr. Edwin Yager, höfundur Subliminal Therapy náði einnig mjög góðum árangri í meðferð áfengis og vímuefnafíknar.



Fælni

Fælni 

Fælni er mags konar.  Sem dæmi má nefna flughræðslu

innilokunarkennd, sviðsskrekk, prófkvíða, kóngulóafælni, víðáttufælni, tannlæknafælni, sprautufælni og margar fleiri.


Fólk sem þjáist af fælni veit að fælnin er órökrétt en getur samt ekki ráðið við óttann sem kemur upp við þessar ástæður.


Ástæðan er sú að í undirvitundinni er þáttur, oftast barn, sem er sannfærður um að hætta sé á ferðum.


Auðvelt er að eyða flestri fælni með meðferðardáleiðsu og Hugrænni endurforitun og þarft oft aðeins eitt skipti.


Golf

Golf

Þú getur ekki lært að iðka golf í dáleiðsluástandi.  Hins vegar er hægt að vinna með vandamál sem þú upplifir á vellinum, breyta venjum, útiloka truflanir og auka einbeitingu.

Höfnunarkennd

Höfnunarkennd

Höfnunarkennd á sér oftast rætur í uppeldinu. Með meðferðrdáleiðslu og Hugrænni endurforritun er hægt að leysa höfunarkenndina upp.

Krónískir verkir

Krónískir verkir

Þegar ekki finnast líkamlegar orsakir fyrir verkjum er oft hægt að minnka þá eða fjarlægja með meðferðardáleiðslu. Alltaf er fyrst gengið úr skugga um að læknisskoðun hafi leitt í ljós að ekki séu finnanlegar orsakir fyrir verkjunum

Kulnun

Kulnun

Kulnun er oftast afleiðing af því að reynt er að gera margt í einu í langan tíma og oft er fullkomnunarárátta undirliggjandi.

Í Hugrænni endurforritun er hægt að breyta undirliggjandi þáttum og skipuleggja framtíðina

Kvíði og þunglyndi

Kvíði og þunglyndi

Kvíði og þugnlyndi orsakast oftast af föstum tilfinningum sem hafa orðið til við áföll.  Í heilanum er kerfi sem eyðir reiði eða æsingi á nóttunni þegar við sofum þannig að við þurfum ekki að upplifa þær tilfinningar endalaust.


Hins vegar er annað kerfi sem fer í gang við áföll og þá virkjar mandlan (amygdala) ferli sem sér til þess að tilfinningar sem verða til verða varanlegar jafnvel þótt minningin um atburðinn hverfi úr meðvitundinni.


Þessar tilfinningar senda siðan sífellt skilaboð um að þú þurfir að vara þig og þegar áföllin eru orðin mörg verður til áfallastreita. 


Í Hugrænni endurforritun er auðvelt að eyða þessum föstu tilfinningum þannig að kvíðinn og þungyndið hverfa.



Mígreni

Mígreni

 Hægt er að losna alveg við mígreni með Hugrænni endurforritun og meðferðardáleiðslu.  

Að naga neglur

Að naga neglur

Í meðferðardáleiðslu er hægt að finna og eyða orsökinni í undirvitundinni og þá hættir atferlið sjálfkrafa

Opinber framkoma - ræður, söngur o.s.f.r.v.

Opinber framkoma - ræður, söngur o.s.f.r.v.

Margir eiga erfitt með að stíga í pontu eða á svið og tala eða syngja fyrir hóp af fólki. Meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun geta leyst þennan vanda.


Það er einnig þekkt að vanir sviðslistamenn eru með sviðsskrekk, hraðan hjartslátt og önnur einkenni þar til þeir stíga á svið. Þá hverfur þessi skrekkur um leið og á sviðið er komið.


Ástæða þess er að sviðslistamenn hafa þróað með sér persónuþátt sem sér um framkomuna og finnur ekki til þessara einkenna. Hann tekur þó ekki við stjórninni fyrr en á sviðið er komið þannig að það er annar þáttur sem kvíður fyrir. Með persónuþáttagreiningu er hægt að vinna með óttaslegna þættinum þannig að þessi einkenni hverfi alveg.

Ófrjósemi

Ófrjósemi

Þegar ekki finnst ástæða fyrir ófrjósemi hjá pari sem er að reyna að eignast barn getur ástæðan verið ómeðvituð mótstaða í undirvituninni.  Þannig er þekkt að stundum þegar par hefur ættleitt barn verður konan þunguð stuttu seinna.  Með Hugrænni endurforritun er hægt að finna rót vandans og eyða henni í samvinnu við meðferðarþegann

Óvelkomnar hugsanir

Óvelkomnar hugsanir

og önnur áhrif eða neikvæðar raddir í huganum stafa oftast frá afritum (introjects) af öðru fólki sem við höfum ómeðvitað  skapað í undivitundinni.  Með aðstoð Innri styrks / Centrum er auðvelt að eyða slíkum afritum

Skeiðarkrampi

Skeiðarkrampi

Oftast þarf aðeins 2-3 skipti í Hugrænni endurforritun til þess að losna fullkomlega við skeiðarkrampa

Sköpunar- / Ritstífla

Sköpunar- / Ritstífla

Ritstífla og sköpunarstífla þar sem ekki tekst að koma frá sér nýju efni svo sem ritverkum eða tónlist á oft upptök sín í ágreiningi persónuþátta.  Hægt er að losna við þessar stíflur með Hugrænni endurforritun,  Einnig er hægt að auðvelda aðgang að öllum hæfileikum til að auka sköpunargleði

Skömm

Skömm

Skömm er tilfinning sem margir þjást af. Stundum hefur uppeldið leitt til þess að fólk er þjakað af skömm. Í Hugrænni endurforritun er auðvelt að eyða skömm úr undirvitundinni.

Svefnvandamál

Svefnvandal

Í dag vita flestir hve nægur svefn er mikilvægur. Svefnvandamál má auðveldlega leysa með Hugrænni endurforritun.

Afleiðingar ofbeldis

Afleiðingar ofbeldis 

Andlegt og líkamlegt ofbeldi hefur oft langvarandi afleiðingar.  Mjög alvarlegt ofbeldi, svo sem nauðganir og hvers konar langvarandi ofbeldi hefur haft afleiðingar sem erfitt er að vinna úr.  


Sumar meðferðir fela í sér að þolandinn þarf að rifja upp og jafnvel endurlifa ofbeldið.


Hugræn endurforritun gerir þetta ferli hraðvirkara og auðveldara fyrir þolandann, sem þarf lítið að endurupplifa það sem gerðist.


Árangurinn er oft frábær og margir hafa losnað alveg undan afleiðingunum

Astmi

Astmi

Um 70 ár eru síðan að Dave Elman sýndi fram á að hægt er að lækna astma með meðferðardáleiðslu.

Þetta á við þegar lungu og berkjur eru óskemmd en astminn stafar af þrengingum.


Hugræn endurforritun hefur reynst afar vel við astma.




Einelti, uppnefni, útskúfun

Einelti, uppnefni, útskúfun

hafa langvarandi áhrif. Þar sem afleiðingarnar eru geymdar í undirvitundinni er hægt að gera miklar breytingar á líðan með Hugrænni endurforritun.


Ef eineltið hefur verið mikið og/eða langvarandi getur tekið 5-10 skipti í meðferðinni til þess að ná viðunandi árangri.

Flughræðsla

Flughræðsla

Flughræðsla er ein tegund fælni og lýsir sér þannig að þótt þú vitir ósköp vel að flug sé öruggasta leiðin til að ferðast er undirvitundin sannfærð um að flug sé stórhættulegt og þú átt afar erfitt með að ganga um borð í flugvél.


Sumir fljúga jafnvel aldrei og eru bundnir við ferðalög á yfirborði jarðar.

Meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun eru fljótvirkar aðferðir til að eyða flughræðslu

Framtíðarsýn sem rætist

Framtíðarsýn sem rætist

Hægt er að greiða leiðina að þeirri framtíð sem fólk óskar sér með Hugrænni endurforritun. Þá er allt skoðað sem gæti komið í veg fyrir að takmarkið náist.

Meðal annars er rætt við alla persónuþætti sem hafa skoðun á áæltununum og þeim breytt til samræmis við þær skoðanir ef meðferðarþeginn telur það rétt en annars eru persónuþættirnir fengnir til að styðja áætlunina heilshugar.


Síðan eru skoðað regluverkið sem lifað er eftir og athugað hvort einhverjar reglur komi í veg fyrir tilætlaðan árangur. Þeim reglum sem standa í veginum er eytt eða breytt þangað til öruggt er að ekkert komi í veg fyrir að framtíðin verði eins og meðferðarþeginn óskar sér.

Frestunarárátta

Frestunarárátta

Frestunarárátta er oftast fylgifiskur fullkomnunaráráttu.  Þegar þér finnst að þú getir aldrei gert hlutina nógu vel verður lausnin oft að fresta þeim.

Hægt er að losna við bæði fullkomnunar- og frestunaráráttu með Hugrænni endurforritun

Fullkomnunarárátta

Fullkomnunarárátta

Fullkomnunarárátta verður til þegar fólk reynir að standa undir miklum kröfum uppalenda og til þess að fá athygli og hrós sem annars stendur ekki til boða.

Hægt er að losna alveg við fullkomnunaráráttu með Hugrænni endurforritun

Fullorðið barn alkóhólista

Fullorðið barn alkóhólista

Fólk sem var alið upp af alkóhólistum og þurfti að taka ábyrgð á systkinum sínum og heimilinu vegna þess að foreldrarnir voru óhæfir til þess bera þess merki ævilangt. Með Hugrænni endurforritun er hægt að bæta líðan mikið og vinna með persónuþáttunum sem urðu fyrir barðinu á þessu ástandi.

Hæfileikar auknir

Hæfileikar auknir

Hugræna endurforritun má ekki aðeins nota til að vinna með vandamál því einnig er hægt með persónuþáttavinnu að greiða leiðina að hæfileikum fólks þannig að þeir njóti sín. Til dæmis hafa tónlistarmenn samið fjölda verka eftir meðferð og rithöfundar skrifað sleitulaust þótt hægt hafi gengið áður en Hugræn enfurforritun var notuð.

Íþróttir

Íþróttir

 Dáleiðsla er notuð í margs konar íþróttaþjálfun.  Íþróttamenn æfa oft í huganum áður en þeir æfa á vellinum.  Hægt er að bæta frammistöðu mikið með því að taka á vandamálum í dáleiðsluástandi sem upp hafa komið íþróttaiðkun.  Auka sjálfstraust, minnka áreiti og truflanir auka einbeitingu og margt fleira.

Kynlífsvandi

Kynlífsvandi

Margar ástæður geta verið fyrir vandamálum í kynlífi, hvort sem það er lítil löngun, risvandamál eða annað. Oft er ástæðan áfall svo sem nauðgun eða annað ofbeldi í fortíðinni, skömm eða vantrú á eigin getu.


Í Hugrænni endurforritun er rótin leituð uppi og henni eytt. Vandamálið er þá úr sögunni

Nauðgun og kynferðisleg misnotkun

Nauðgun og kynferðisleg misnotkun

Nauðgun og kynferðisleg misnotkun hafa veruleg áhrif á sálarlíf þess sem fyrir verður og getur leitt til ævilangrar þjáningar, kvíða og þunglyndis.


Hugræn endurforritun hefur reynst vel til að uppræta þessar föstu tilfinningar og hefur oft skilað undraverðum árangri.

Ofnæmi

Ofnæmi

Hugræn endurforritun hefur gefist mjög vel við að eyða ofnæmi.  Reynsla er komin á katta- og dýraháraofnæmi og frjóofnæmi

Ofsakvíði (Panic attacks)

Ofsakvíði (Panic attacks)

Skyndilegur ofsakvíði verður þegar persónuþáttur sem varð fyrir áfallinu verður skyndilega ráðandi. Í Hugrænni endurforritun er unnið með þáttunum og orsökunum er eytt þannig að ofsakvíðinn er úr sögunni

Sjálfstraust

Sjálfstraust 

Skortur á sjálfstrausti stafar oftast af áfölllum eða því sem má kalla álög.  Þá er átt við að þegar við erum ung trúum við því sem sagt erum okkur sjálf, sérstaklega þegar upplýsingarnar koma frá foreldum, kennurum eða öðrum sem vil lítum upp til. 


Ef okkur er innrætt á unga aldri að við munum aldrei ná neinum árangri og séum hæfileikalaus þá er eins og lögð hafi verið á okkur álög.


Hugræn endurforritun er góð leið til að aflétta álögunum


Sorg

Sorg

Algengt er að fólk hefur ekki getað lokið samskiptum sínum við foreldra eða aðra áður en þau kvöddu þessa jarðvist. Ekki getað sagt þeim hversu heitt þau voru elskuð og virt af því þau fóru of snemma. Með meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun er hægt að hitta þau aftur og eiga þau samtöl sem ekki var hægt að eiga á meðan þau lifðu. Hér er ekki verið að tala um miðilsfund heldur óskírða eiginleika dáleiðslunnar. Með slíku samtali kemst venjulega friður á sálarlíf þess sem eftir lifir.

Tengslarof við móður

Tengslarof við móður

Sumar mæður ráða ekki við móðurhlutverkið og geta ástæður verið margar.

Ef barninu er ekki sinnt og ekki myndast viðeigandi tengsl við móðurina hefur það alvarlegar afleiðingar á sálarlíf barnsins sem fylgja því út í lífið. Með Hugrænni endurforritun er hægt að leiðrétta þetta ástand að miklu leyti og snýst þá um að finna persónuþættina sem upplifðu rofið sem börn og vinna með þeim, útskýra að þetta var ekki þeim að kenna og byggja þá upp.

Tannlæknahræðsla

Tannlæknahræðsla

 

Sjá Fælni

Vefjagigt

Vefjagigt

Venjulega eiga þau sem þjást af vefjagigt sögu um áföll, oftast mörg áföll. 


Hugræn endurforritun hefur gefist mjög vel til þess að eyða vefjagigt

Er dáleiðsla betri en sálfræðimeðferð ?

Sálfræðimeðferð 

 

Sumir sálfræðingar hafa lært dáleiðslu og nota hana auk annarra aðferða.  Flestir sálfræðingar nota þó fyrst og fremst samtalsmeðferð og samtalstækni.  Margir sálfræðingar hafa náð góðum árangri við að hjálpa fólki.

Oft heyrist að erfitt sé að fá tíma hjá sálfræðingum og að þeir séu ekki að bæta við nýjum skjólstæðingum. 


Það er ljóst að sálfræðimeðferð tekur tíma ef sálfræðingar eru með afmarkaðan hóp sem þeir hitta aftur og aftur.


Meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun eru hins vegar fljótvirkar og öflugar aðferðir og oftast nægja 3 skipti til að leysa vandann.


Sumir sálfræðingar bjóða uppá EMDR meðferð s.b.r. næstu færslu

Hvað með EMDR ?

EMDR

(Eye movement desensitization and reprocessing)

 

Þessi meðferð nýtir tækni (m.a. augnhreyfingar) til þess að nálgast undirvitundina.  Meðferðarþeginn upplifir þá áföllin aftur og áhrif þeirra á lífið dofna smám saman.  Meðferðin er ekki óumdeild (sbr. umfjöllun á wikipedia.org) 


Algengt er að fólk sem hefur reynt EMDR meðferð en fer síðan í klíníska dáleiðslu til að ljúka meðferðinni segi að mun auðveldara sé að nota Hugræna endurforritun og maður sé þá "ekki alltaf útgrátnn".


EMDR meðferð fyrir dáleiðendur nýtir dáleiðslumeðferð til að efla EMDR meðferð og draga úr álaginu á meðferðarþegann.



HAM - Hugræn atferlismeðferð

HAM eða HEF ? 

Munurinn á Hugrænni atferlismeðferð (HAM) og Hugrænni endurforritun (HEF) er sá að HAM er fyrst og fremst unnin í dagvitund og rökhugsun en HEF vinnur með undirvitundinni.


Dáleiðendur hafa sagt að ef þú þorir ekki að fara í lyftu sé hægt að hjálpa þér með HAM þannig að þú getir harkað af þér og hætt að ganga stigann, þótt það sé erfitt.


HEF leiti hins vegar uppi rót vandans og eyði henni úr undirvitundini og eftir það er ekkert mál að taka lyftuna.


Vafi leikur á  bæði skammtíma- og langtímaárangri af HAM


Hugræn endurforritun er ný meðferð og engar rannsóknir verðið gerðar ennþá.  Sjálfsmat meðferðarþega í 50 meðferðum má sjá hér https://daleidsla.is/arangur


Hvernig er best að velja dáleiðanda ?

Klínískir dáleiðendur 

sem vinna með Hugræna endurforritun og eru skráðir á síðuna hafa öll lokið námi og hafa reynslu.  Segja má að þau geti öll unnið með öll þau vandmál sem hægt er að leysa með hugrænni endurforritun.


Skoðaðu síðuna með myndunum af dáleiðendunum og lestu lýsingar þeirra. 


Sum eru með myndbönd þar sem þau segja frá sér og mörg hafa heimasíður með frekari upplýsingum.  Auk þessa birta þau öll netföng sín og flest birta símanúmer.  Allar þessar upplýsingar færðu á bókunarsíðunni.


Hafðu samband við þau sem þér líst best á. Þú getur líka pantað tíma strax á síðunni með þv´að smella á BÓKA, velja dáleiðanda og fylla út eyðublaðið .




Er hægt að dáleiða alla ?

Er hægt að dáleiða alla ?

Dáleiðsla er í rauninni sjálfsdáleiðsla með aðstoð dáleiðandans. Fólk á mis auðvelt með að fara í dáleiðslu en ef meðferðarþeginn vill fara í dáleiðsluástand getur hann það.  Það sem helst kemur í veg fyrir að meðferðarþegi dáleiðist er annað af tvennu:  Ótti og vantraust sem byggja á röngum upplýsingum um hvað dáleiðsla og dáleiðslumeðferð er.


Við þekkjum að börn alast upp við teiknimyndir þar sem dáleiðendur eru með glóandi augu og eru almennt illmenni og kvikmyndir sem fullorðnir horfa á um vonda dáleiðandann sem nær stjórn á fólki og  sviðsdáleiðendur sem láta fólk gagga eins og hænur.  Þessar röngu og misvísandi upplýsingar gefa ekki tilefni til trausts á dáleiðendum.  


Einnig eru þeir til sem hafa orðið fyrir þess konar áföllum að þau geta ekki lengur treyst öðru fólki.


Við þannig aðstæður er skiljanlegt að meðferðarþegi ákveði meðviðað eða ómeðvitað að fara ekki í dáleiðsluástand.


Það er þó sjaldgæft að þetta komi fyrir þegar fólk er komið í meðferðina og lang flestir fara í eins djúpt dáleiðsluástand og þarf til þess að ná árangri.


Dáleiðsluástand er mjög þægileg tilfinning, fullkomin slökun og auðvelt að einbeita sér að einu viðfangsefni í einu.  Fólk hefur alltaf stjórnina og þarf ekki að fara eftir leiðbeiningum dáleiðandans ef þær eru þeim ekki að skapi.




Batinn

Bati eftir meðferð

Bati eftir meðferð í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun er oft undraverður. 


Það er líka merkilegt að oft merkir fólk batann síðar þegar það kemst að því að aðstæður sem áður voru óþægilegar eða óbærilegar eru það ekki lengur.


Þær skipta hreinlega engu máli.


Þetta er dálítið eins og að hafa gengið með stein í skónum.  Þegar hann hefur verið fjarlægður gleymast óþægindin.


Eftir nokkra mánuði getur það verið alveg gleymt að fólk hafi þjáðst af kvíða, þunglyndi, astma eða öðru og jafnvel erfitt að rifja upp hvers vegna þessi breyting er orðin.

Getur líðan versnað eftir meðferð ?

Getur líðan versnað eftir meðferð ? 

Í Hugrænni endurforritun er unnið með minningar og tilfinningar sem eru geymdar í undirvitundinni en hafa verið gleymdar meðvitaða huganum.


Þessi meðferð fer blíðari höndum um meðferðaþega en t.d. EMDR meðferð og fólk þarf ekki að upplifa áföllin aftur.  Hins vegar koma upp minningar sem voru gleymdar og upplýsingar um hvað það er sem í dag er að valda vanlíðan.


Það er ekki óalgengt að þessar minningar leiði til óþæginda fyrst eftir meðferð en síðan hverfa óþægindin og líðan batnar verulega

Dáleiðsluskóli Íslands ehf

Dáleiðsluskólinn sf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Námskeið skólans 

eru viðurkennd af:

Copyright © 2011 - 2024

Dáleiðsluskóli Íslands

Námskeið Dáleiðsluskóla Íslands

 eru viðurkennd af:

Dáleiðsluskóli Íslands ehf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Copyright © 2011 - 2024 Dáleiðsluskóli Íslands

Your cart is empty Continue
Shopping Cart
Subtotal:
Discount 
Discount 
View Details
- +
Sold Out