ÓTRÚLEGT EN SATT

Staðfestur árangur af meðferð með Hugrænni  endurforritun

Til að mæla árangur er notað er kerfi Dr. Edwin Yager, "Yager Subjective Effects Inventory (YESI)" sem byggist á sjálfsmati meðferðarþega fyrir meðferð og svo aftur viku eftir hvern tíma"  Hér að neðan er yfirlit yfir 50 meðferðir þar sem mældur bati var á bilinu 41% til 96%.  Unnið var með fjölbreytt viðfangsefni.


Verkefni Lýsing fyrir meðferð Lýsing eftir meðferð Skor (líðan) Fyrir Skor (líðan) Eftir Skipti Bati %
Astmi Hefur haft astma frá því hún var barn. Á erfitt með að ganga á brattann, hjóla á móti vindi. Notar astmalyf Astminn hvarf og hefur ekki komið aftur (ári seinna) 118 9 1 92
Athyglisbrestur Greindur með ADHD. Upplifi mikinn athyglisbrest Athyglisbresturinn er því sem næst horfinn, örlar á honum einstaka sinnum. 88 17 3 81
Einelti Langvarandi einelti í æsku. Mörg áföll Mér líður betur og betur eftir hvern tíma. Get núna hugsað til baka án þess að fyllast kvíða 112 48 5 57
Exem, kláði og fleiri húðvandamál Exem og kláði í höndum, búk og andliti. Er mjög viðkvæm í höndum og fæ auðveldlega sár. Hef bólgnað upp í andliti og fengið roðaflekki. Er betri af exeminu og kláðinn hefur minnkað mikið. Er ennþá í bómullarhönskum heima og í vinnu. 82 27 1 67
Félagsfælni Dregur sig út úr samskiptum vegna tilfinningar um hættuástand Komst í djúpa dáleiðslu sem skilaði mjög góðum árangri 73 9 1 88
Flug- og lofthræðsla Þarf að fljúga mikið vegna atvinnu minnar. Líður hræðilega illa í flugi og fyrir flug. Hraður hjartsláttur, svefnleysi og ég græt þegar ég þarf að ganga um borð. Ég er hætt að fá hræðsluköst áður en ég fer í flug. Líður mun betur í fluginu. Ég fæ ekki lengur hjartslátt í ókyrrð og stífna ekki eins mikið upp. Er ennþá smá ímyndunarveik fyrir flug. 142 37 1 74
Flughræðsla Mjög mikil flughræðsla. Flýg ekki nema ég komist ekki hjá því og er þá búinn að drekka. Stend aldrei upp úr sætinu en held mér fast í armana. Er búinn að fljúga til Spánar og til baka. Fann fyrir litlum eða engum kviða hvorki eftir pöntun á flugini né þegar það leið að því. Fékk pínu ónot þegar vélin fór í loftið en náði góðri stjórn á þeim. Gat meira að segja lesið í fluginu :) Fann ekki fyrir óægindum þegar heim var komið en það hefur oft tekið dágóðan tíma að jafna mig á þeim flugferðum sem ég hef þurft að fara í. Í dag finn ég ekki fyrir kvíða að panta næsta flug þegar að því kemur :) 96 23 1 76
Flughræðsla Ég hef fundið fyrir flughræðslu síðan ég var unglingur, en undanfarið hefur þetta versnað mikið og ég er farin að kvíða flugferðum. Fyrir stuttu átti ég mjög slæma upplifun í flugi og ég ákvað að ég yrði að fá hjálp með þetta vandamál. Upplifun mín af síðasta tíma var bara góð, það kom mér á óvart þegar ég brotnaði niður alveg upp úr þurru (að mér fannst) og hversu sterkar tilfinningarnar voru. Breytingar sem ég finn fyrir eru minni kvíði og aukið sjálfstraust. 37 3 1 92
Frestunarárátta, kvíði, sjálfsefi, ótti um að verkefni takist ekki Ofbeldi forldra hvort gegn öðru á æskuheimili. Mátti ekki segja frá. Mikill kvíði og ábyrgð Meðferðin kom á óvart, úrlausnin hitti í mark hjá mér tilfinningalega. Ég finn fyrir miklum létti og frestunaráráttan hefur minnkað heilmikið 76 17 2 78
Frestunarárátta, óregla á hlutum og minnimáttarkennd Áfall þegar hann var 12 ára. Ýmis áföll síðan Einstök reynsla og mjög sterk umbreyting 124 58 1 53
Gigt. (Tegund ekki greind hjá lækni) Get varla gengið fyrir verkjum í fótum, hnjám og mjöðmum. Hefur batnað mjög mikið. Giktin farin nema annað hnéð stirt ennþá 78 9 1 88
Höfnunarkennd Tengdist ekki móður sinni tilfinningalega í æsku Ég átti aðuveldara með að hitta móður mína nýlega. Tók ekki inn á mig neitt í sambandi við hana Sem er nýtt fyrir mig. Er að vinna með sjálfa mig núna og passa að hafna mér ekki sjálf eins og ég hef oft gert þannig að þarfir annarra hafi alltaf forgang fram yfir mig. 89 39 1 56
Kóngulóahræðsla Mikil kóngulóahræðsla. Ég veit að þetta er óraunhæft en ræð ekki við mig. Kóngulóahr&aeaelig;ðslan er alveg farin 88 22 1 75
Kvíði Mikill og langvarnadi kvíði. Hef leitað til sálfræðinga og prófað margt, svo sem HAM námskeið, náttúrulyf og kvíðalyf. Ekkert hefur virkað Í tímanum fann ég mikla innbyrgða reiði sem við unnum með. Langar að halda áfram og komast til botns í þessu 118 68 1 42
Kvíði Mikill kvíði sem hefur staðið í áratugi Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Þarna upplifði ég hluti sem ég hafði engan veginn áttað mig á fyrr. Ég finn að nú hef ég fengið allt annan skilning á svo mörgu. Ég finn að við það að horfa til baka til þessara aðstæðna í lífi mínu, sem fullorðinn og þroskaðri einstaklingur, fær mig til að skilja þessa atburði á allt annan hátt. Ég finn að það er komið af stað sáttar og heilunarferli sem ég ætla að halda áfram að vinna með. Það var merkilegt að geta talað við mömmu í dáleiðslunni. Ég gat sagt henni hvað það hefði tekið á mig hafa ekki fengið tækifæri til að kveðja hana og þakka henni fyrir hvað hún hefði verið mér góð móðir. Í framhaldi af því rifjuðum við upp góðar minningar frá æsku minni og ég náði þarna að segja henni hvað hún hefði verið mér góð móðir og alltaf skilningsrík og hvað ég væri þakklát fyrir að hafa eignast hana fyrir móður. Þetta er mér svo mikill léttir og sátt og skilningurinn er að koma til mín. 116 10 2 91
Kvíði Mikill kvíði frá 8 ára aldri. Foreldrar drukku mikið og honum var sagt að hann mætti ekki segja frá framhjáhaldi annars þeirra sem hann varð vitni að. Fannst hann bera ábyrgð á hjónabandi foreldra sinna. Kvíðinn er að mestu horfinn. Allt önnur liðan ! 136 38 2 72
Kvíði og höfnunarkennd Foreldrar mínir skildu þegar ég var 5 ára og pabbi flutti að heiman. Ég upplifði mikla höfnunarkennd. Ég var misnotuð þegar ég var unglingur og ég fékk miklar ranghugmyndir um kynlíf. Ég upplifi betri samskipti við fólk, minna stress og nánast engan kvíða. Finnst eins og að einhverri skýjahulu hafi verið svipt af. Ég finn fyrir meiri dýpt í hugsun á einhvern hátt, finn fyrir meiri samkennd og væntumþykju og upplifi jafnvel hversdagslegar aðstæður öðru vísi en áður. 101 15 1 85
Kvíði og framtaksleysi Kvíði sem kemur fyrirvaralaust og getur staðið dögum saman og veldur framtaksleysi Enginn kvíði lengur og ekki orðið vart við framtaksleysi 63 10 1 84
Kvíði og svefnleysi Er með mikinn kvíða og vakna of snemma og get ekki sofnað aftur Kvíðinn hefur minnkað mikið og svefninn batnað 101 48 1 52
Kvíði vefjagigt og liðagigt Erfið æska. Móðir ofbeldisfull. Engin viðurkenning eða hvatning Mér fannst upplifunin af tímanum dálítið einkennileg, var að hugsa hvort þetta væri raunverulegt eða ekki, en mér hefur liðið mun betur, hugsa meira um sjálfan mig og er farinn að upplifa margt mjög jákvætt 117 26 2 78
Kvíði vegna tengslarofa og áföll í æsku Móðir mín hörð og aftengd og sýndi mér ekki ástúð eða umhyggju. Kvíðinn er horfinn og ég get hugsað um æsku mína án þess að upplífa erfiðar tilfinningar 76 26 1 66
Kvíði, erfiðleikar í sambúð, kynlífsvandi Æskuheimilið var rótlaust og mikill alkóhólismi. Mér var nauðgað þegar ég var unglingur. Fæ ennþá martraðir. Á erfitt með að treysta og að slaka á í nánu sambandi. Mér líður allt öðru vísi. Það er eins og að fargi hafi verið létt af mér og ég geti loksins andað eðlilega. 127 18 2 86
Kvíði, sjálfstraust og sátt Alin upp af einstæðri fátækri móður sem vann mikið og hafði lítinn tíma fyrir börnin. Finnst fólk vilja halda sér niðri, hefur frammistöðukvíða, roðnar oft, vill ekki sjást á myndum. Erfið samskipti, bæði í fjölskyldu og annars staðar. Kvíðinn hefur minnað og sjálfstraustið aukist. Stressið hefur minnkað og ég finn fyrir aukinni ró. Ég áaacute; auðveldara með að finna hvar áhugasvið mín liggja og hvert ég vil stefna í framtíðinni. 138 53 2 62
Lítið sjálfstraust Hef lítið sjálfstraust, vil léttast og ná árangri, fá meiri metnað Mjög góð líðan í tímanum. Hef meira sjálfstraust og byrjaður að léttast. 75 10 1 87
Losna við óþolinmæði, sérstaklega gagnvart sonum mínum Rek synina áfram í íþróttaiðkun ofl. Þarf að ná betri tökum á sjálfum mér til þess að bæta samskiptin við þá. Ég er jákvæðari, mun rólegri og yfirvegaðri og í betra jafnvægi. 62 7 2 89
Meiri agi, betra jafnvægi Ég er reglulega slegin út af laginu og upplifi "spin". Þarf þá að leggjast í rúmið í 1-2 daga Mér fannst meðferðin mjög merkileg og líkjast tölvuvinnslu. Líður miklu betur ! 99 19 1 81
Naga neglur á erfitt með að sofna, feiminn að koma fram og syngja og þarf að bæta samband við sambýliskonu Áhrif frá tilfinningum móður þegar hann var í móðurkviði. Afleiðingar ofbeldis af hálfu stjúpföður Magnaður tími þar sem ég fann marga þætti sem voru að ýta undir þessi vandamál. Ég finn greinilega breytingu á að vilja fara að sofa fyrr og er ég farinn að vakna mjög auðveldlega. Er ennþá að naga neglurnar en ég finn að ég er meðvitaðri um það og næ þá að stoppa  108 43 1 60
Ofnæmi Hefur kattaofnæmi og ofnæmi fyrir öðrum dýrahárum, ofnæmi fyrir margs konar blómum og gróðri og mjög alvarlegt frjóofnæmi. Tekur 5 ofnæmislyf og þarf stundum að leggjast í rúmið í nokkra daga Kattaofnæmið er alveg horfið. Síðastliðið ár hef ég ekki þurft að nota ofnæmislyf utan eitt sem ég tek þann tíma sem frjó eru í hámarki. 132 11 2 92
Ofskakvíði, panic attacs, prófkvíði, fullkomnunarárátta Kvíði og óöryggi tengt starfi, saga um kulnun sem virðist vera að byrja aftur. Mjög miklar breytingar ! Kvíðinn sem var til staðar er horfinn og mér finnst ég 100 kílóum léttari andlega. 96 25 1 74
Sjálfsásakanir Fer í sjálfsásaknir þegar mér finnst ég ekki standa mig frábærlega Hef ekki upplifað sjálfsásakanir frá því ég kom í tímann 78 16 1 79
Sjálfsmat Fa&eteth;ir alkóhólisti. Upplifði mikla vanlíðan og óöryggi frá unga aldri. Upplifði svikin loforð, að vera ekki nógu góð, fannst hún þurfa að vernda yngra systkini fyrir ábyrgðarleysi föður. Tók snemma mjög mikla ábyrgð. Ég upplifði mikla vinnslu og mikla losun á ýmsu sem ég taldi mig hafa unnið úr áður. 98 18 1 82
Sjálfstraust og Köngulóarfóbía Það vantar uppá hjá mér að hafa meira sjálfstraust, finnst ég ekki geta gert allt sem ég vil, því ég sé ekki nógu góð í því. Mín upplifun var mjög góð, ég finn mikinn mun á sjálfstrausti og hef verið að gera hluti undanfarið sem ég hugsaði mig ekki einu sinni um, en áður var éacute;g að velta mér uppúr hlutum, hvort ég gæti nokkuð gert þetta.Það hefur ekki reynt á kóngulærnar ennþá, hef ekki rekist á þær. 55 14 1 75
Sjálfstraust,að finnast ég nóg og finnast ég geta. Hef verið í mikilli sjálfsvinnu og hef náð þónokkrum árangri en er alltaf smá að strögla með að finnast ég ekki nóg og aðrir séu betri en ég,veit í meðvitund að þetta er ekki rétt en þetta klórar alltaf í hnakkan á mér. Próf af öllu tagi hafa mér líka alltaf þótt erfið. Það er erfitt að setja fingurinn á breytingar en mér líður mjög vel með sjálfa mig og jú sennilega er ég að upplifa meira sjálsföryggi og tilfinninginu um að ég sé nóg er mjög rík innra með mér,hef verið að vinna með það um tíma en finnst það sitja fastar núna. 43 25 1 42
Skeiðarkrampi og þunglyndi Upplifði áföll í æsku og nauðgun um tvítugt. Upplifi enná ótta og hef verið greind með þunglyndi. Hrædd um að maðurinn minn fari frá mér. Skeiðarkrampi sem skemmir sambandið mikið. Mér líður miklu betur. Get hugsað til baka án kvíða. Enginn skeiðarkrampi ennþá. Vonandi alveg farinn 109 26 1 76
Skipulagsleysi og kvíði úr fortíð Faðir var alkóhólisti, móðir oft reið. Sambönd endast ekki. Tíminn var þægilegur og öðruvísi. Hef ekki fundið fyrir kvíðanum né lífhræðslunni síðan. Líður betur og er mun rólegri innra með mér. 68 14 1 79
Skortur á sjálfsöryggi, feimni Er óöruggur í samskiptum og feiminn Sjálfsöryggið er alveg komið. Feimnin er horfin ! 78 2 2 97
Skortur á sjálfstrausti. Höfnunarkennd og orkuleysi Ólst upp við alkólhólisma og hörku í uppeldi Góð upplifun í tímanum. 92 37 2 60
Skortur á sjálfstrausti, sjálfsefasemdir, ekki nógu góð. Sviðskrekkur. Hef lítið sjálfstraust, efast um sjálfa mig, finnst ég ekki nógu góð. Á mjög erfitt með að koma fram fyrir aðra Sjálfstraust mitt hefur aukist og ég finn fyrir meira öryggi og ró í samskiptum við annað fólk. Get verið mun ákveðnari og treysti mér betur sérstaklega hvað varðar vinnuna mína. 118 50 1 58
Skortur á sjálfstrausti. Ofsakvíði, kulnun Langvarandi álag olli kulnun, kvíða og marvíslegum líkamlegum einkennum Ég hef upplifað margvísleg jákvæð áhrif eftir meðferðartímann 104 46 1 56
Skömm og kynlífsvandamál Upplifi mikla skömm. Fæ aldrei fullnægingu Það kom mér á óvart hver orsökin var. Ótrúlegt að hafa verið eins og í álögum. Mikill lélttir að losna við þessa byrði 129 14 1 89
Spilafíkn Ég hef í rúmt ár veðjað á leiki netinu og hef tapað mjög miklum peningum. Var atvinnulaus og ætlaði að bæta stöðuna. Er núna alveg blankur og skulda mjög mikið. Get samt ekki hætt að veðja. Góð upplifun í tímanum. Hef fundið miklar breytingar. Er hættur að veðja en skuldirnar valda áhyggjum 132 37 2 72
Stress + Öðlast fyrri styrk, ljós og samband við æðri mátt Er að ná sér eftir heilablóðfall. Mjög stressuð og finnst hún ekki vera eins tengd og áður Mjög góður tími. Stressið hvarf og styrkurinn hefur aukist mjög mikið 126 18 2 86
Stress, svefnleysi og verkir Lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum. Hefur síðan sofið illa, verið stressuð og verið með króníska verki Tímin var góður og ég upplifi mun betri svefn. Verkirnir hafa minnkað mikið en finn öðru hvoru fyrir stressi. 71 41 2 42
Svefnvandamál Vakna of snemma og næ ekki djúpum svefni Líðan í tímanum var mjög jákvæð, upplifði innri ró og leið vel. Eftir tímann hef ég sofið vel og ekki vaknað of snemma 98 16 2 84
Takmörkuð trú á sjálfri mér Hef ekki getað staðið nógu vel með sjálfri mér og átt erfitt með að tala fyrir framan hóp Tíminn var frábær í alla staði, ég gekk út mjög friðsæl og hef verið það síðan. Ég stend betur með sjálfri mér en fyrir tímann. Ég var t.d. beðin um að tala &aacuaacute; kynningarfundi fyrir framan 40 manns, gekk mjög vel og var mjög sjálfsörugg. Ég hef hingað til reynt að komast hjá því að tala fyrir framan aðra þar sem ég varð alltaf svo taugaóstyrk og rjóð. Sjálfstraustið er mjög gott og líðanin eftir því. 95 5 1 95
Þunglyndi, allt of þungur, reiðiköst Í tímanum var tekið fyrir það sem meðferðarþeginn taldi upp: Þunglyndi til lengri tíma, mikil ofþyngd og reiðiköst Upplifunin var góð í tímanum og mjög forvitnileg. Ástæðan fyrir þunglyndinu kom mér á óvart en eftirá að hyggja getur það vel staðist vegna rótleysis sem fylgdi flutningunum eftir gosið á Heimaey. Líðanin eftir tímann hefur verið mjög góð og ég er í samáði við lækni að losna við þunglyndislyfið 93 24 1 74
Þunglyndi, djúpstæð skömm Var greind með alvarlegt þunglyndi 2015. Ég fékk þunglyndislyf sem ég tek enn en vakna samt alltaf með þunglyndi af og til. Foreldrar voru alkóhólistar sem rifust mikið og slógust. Ég tók ábyrgð á yngri systkinum Ég upplifi líkamlegan létti og finn ekki til sársauka þegar ég hugsa um fortíð mína. 92 14 1 85
Vanmat á eigin getu Upplifi óöryggi og hræðslu við hvað öðrum finnst Alveg laus við áhyggjur af því hvað öðrum finnst :) 100 9 1 91
Vefjagigt Mikil vefjagigt Upplifun var góð og fylgdi léttir eftir á, það kom mér þó mjög á óvart áfallið sem kom fram í tímanum. Ég hef gert mér grein fyrir þvi eftir þessa upplifun í tímanum,að eftir þetta áfall hófst langt tímabil í mínu lífi með langvarandi álagi - ég setti sjálfa mig á "hold" 49 29 1 41
Vefjagigt og kvíðaröskun (greind af læknum/sálfræðingum), fullkomnunarárátta Upplifði mikla spennu á æskuheimili. Fannst hún ekki nógu góð þegar hún var barn og minna virði en aðrir í fjölskyldunni. Tók mikla ábyrgð en upplifði sig útundan. Mörg áföll síðar á ævinni. Mér líður vel, mjög vel. Kvíðinn er horfinn. Ótrúleg breyting. Takk ! 88 14 2 84
Vefjagigt og síþreyta Vefjagigt og síþreyta Ég hef ekki verið þreytt út af engu eins og áður. Líður betur í líkamanum, vöðvabóga hefur minnkað og mér líður miklu betur 123 47 1 62
Vefjagikt, þunglyndi og svefnleysi Báðir foreldrar alkóhólistar, mikill ótti, mörg áföll frá 7 ára aldri Tímin var góður og ég er að finna mun sérstaklega á betri svefni 112 66 1 41
Verkir Miklir verkir vegna slitgigtar Mjög góð upplifun. Eftir tímann voru verkir alveg horfnir úr hjám og baki og í þónokkra daga á eftir . Fékk verk ímjóbak eftir að hafa beitt mér vitlaust og eins kom verkur í vinstra hnéð eftir að hafa ekið mikið á beinskiptum bíl en var horfinn daginn eftir. Að öðru leyti hafa verkir vegna slitgigtar verið í algjöru lágmarki :) 103 27 1 74
Verkir (Hrygggikt, Vefjagigt), Svefnleysi Ég er með hrygggikt og henni hafa fylgt langvarandi verkir. Fyrir nokkrum árum greindist ég svo með vefjagigt. Þetta hefur haft mikil áhrif á líf mitt og ég hef ekki verið á vinnumarkaði síðan 2017. Upplifun mín af tímanum var góð. Mér líður almennt betur, ég sef vel og er í mjög góðu andlegu jafnvægi. 69 18 1 74
Víðáttufælni, ofsakvíði, óttinn við óttann, flughræðsla og umhverfisóþol Erfitt uppeldi. Misnotuð af fjölskyldu"vini" þegar hún var 7 ára Góð upplifun í tímanum. Finn miklar breytingar 87 8 3 91
Vil hætta að naga neglurnar Hef nagað neglurnar síðan ég man eftir mér og get ekki hætt. Hef ekki nagað neglunar eftir meðferðartímnn og nú eru liðnir nokkrir mánuðir. Ekki einu sinni meðan Evrópukeppnin stóð yfir ! 108 23 1 79

ÓTRÚLEGT EN SATT

Staðfestur árangur af meðferð með Hugrænni  endurforritun

Til að mæla árangur er notað er kerfi Dr. Edwin Yager, "Yager Subjective Effects Inventory (YESI)" sem byggist á sjálfsmati meðferðarþega fyrir meðferð og svo aftur viku eftir hvern tíma" 

Hér að neðan er yfirlit yfir 50 meðferðir þar sem mældur bati var á bilinu 41% til 96%.  Unnið var með fjölbreytt viðfangsefni.


Dáleiðsluskóli Íslands ehf

Dáleiðsluskólinn sf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Námskeið skólans 

eru viðurkennd af:

Copyright © 2011 - 2024

Dáleiðsluskóli Íslands

Námskeið Dáleiðsluskóla Íslands

 eru viðurkennd af:

Dáleiðsluskóli Íslands ehf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Copyright © 2011 - 2024 Dáleiðsluskóli Íslands

Your cart is empty Continue
Shopping Cart
Subtotal:
Discount 
Discount 
View Details
- +
Sold Out