Hér lærir þú tæknina og færð verkfærin

Dáleiðslunám 

fyrri hluti

Grunnnámskeið í meðferðardáleiðslu


Námskeiðið er sjálfstætt en

gildir jafnframt sem fyrri hluti

í lengra dáleiðslunámi


Dag- og tímasetningar og aðrar helstu

upplýsingar eru neðst á síðunni

Þetta námskeið er ólíkt öllum öðrum námskeiðum !


Hvað færðu út úr náminu ?

Þú lærir öflugar dáleiðsluinnleiðingar til að geta nálgast undirvitundina

Með stöðugum æfingum öðlast þú mikla færni í dáleiðslutækni

Þú lærir að nota næmipróf, innleiðsluaðferðir, dýpkanir,

sannfæringar, dástikur, festur og kveikjur


Þú lærir sjálfsdáleiðslu og getur gert breytingar á þinni eigin líðan

Þú lærir tækni Roy Hunter, hornsteinana fjóra og ávinningsleiðina

Þú lærir að hjálpa fólki til að losna við ávana, svo sem reykingar

og hjálpa fólki að ná hámarks sjálfseflingu


Þú finnur að þú hefur öðlast nýja sjálfsþekkingu og getur stjórnað því hvernig þér líður og breytt líðan á augabragði.


ÞÚ LÆRIR MIKLU MEIRA EN ÞÚ BÝST VIÐ !

Undirvitundin

Allt okkar sálarlíf er í undirvitundinni 

og þangað náum við ekki

í vökuástandi. Þegar þú getur

skoðað og breytt því sem hefur

stjórnað þér alla þína ævi geta

orðið miklar breytingar til

batnaðar á lífi þínu.

Æfingarnar

Á námskeiðinu skiptast á

fyrirlestrar og æfingar. 

Þú byrjar að dáleiða

samnemendur á fyrsta degi ! 

Lærir fjölda innleiðinga,

dýpkana, prófana og leiða til að bæta

líðan þína og annarra.

Dástikurnar

Þú lærir að búa til og nota dástikur (hypnotic suggestions) fyrir sjálfan þig og þína meðferðarþega.  Þegar þú hefur náð sambandi við undirvitundina 

fara hlutirnir að gerast. Magnaðir hlutir.



Þegar þú lærir dáleiðslu getur þú hjálpað öðrum - OG leyst eigin vandamál ! 

NEMENDUR TALA UM MUN BETRI

  LÍÐAN EFTIR NÁMSKEIÐIN !  

Námsefnið

Bókin "Listin að dáleiða" eftir hinn heimsþekkta bandaríska dáleiðanda Roy Hunter er kennslubók námskeiðsins. Ingibergur Þorkelsson þýddi bókina,

sem kom út árið 2015


Önnur námsgögn eru m.a. æfingahefti og litprentað

hefti með öllum glærum námskeiðsins


Öll námsgögn eru innifalin í námsgjaldinu


Umsagnir nemenda:

Magnað námskeiðið !

"Magnað námskeið sem býður upp á mikla möguleika fyrir mig sem hjúkrunarfræðing en það er svo mikilvægt að fá þessa viðbótarþekkingu til að skilja betur og geta unnið með hugann en ekki bara líkamann"


Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Virkilega gefandi námskeið

"Gefur góðan grunn í meðferðar-dáleiðslu.  Var einnig mjög gefandi

fyrir mig sem einstakling"



Jón Áki Jensson, læknir

Námskeiðið var frábært

"Ótrúlega skemmtilegt, krefjandi og gefandi.  Þetta var mikil sjálfsvinna og það var eins og að allt lífið yrði bara léttara á öllum sviðum þegar leið á námskeiðið"


Dagbjört Magnúsdóttir, dáleiðandi

Ómetanlegt verkfæri

"Þetta nýja verkfæri er ómetanlegt.

Ég held að ég hafi aldrei tekið þátt í jafn spennandi námi. Kennslan var mjög góð, námsgögn vönduð og allt skipulag og utanumhald til fyrirmyndar"


Kristinn Ágúst Friðfinnsson, prestur

Ein besta ákvörðun

sem ég hef tekið

"Á namskeiðinu kynntist ég frábæru

fólki og kennurum sem eru

gríðarlega færir dáleiðendur. 

Ég mæli heils hugar með því að læra

dáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands"


Egill Gylfason, dáleiðandi

Mjög ánægð með námið

"Það er lagður mikill metnaður í að

gera námið fjölbreytt skemmtilegt

og árangursríkt og ég mæli hiklaust með námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands"



Íris Ósk Egilsdóttir, ljósmóðir

Kennarar

grunnnámskeiðsins:

Sigurbjörg Kristjánsdóttir

er klínískur dáleiðandi og rekur eigin stofu í Reykjavík. Sem meðferðaraðili hefur hún náð góðum árangri m.a. í vinnu með kvíða, sorg, reiði og höfnun og er einn vinsælasti dáleiðandinn. Sigurbjörg hefur B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands

Álfheiður Eva Óladóttir

Álfheiður Eva Óladóttir lauk BA gráðu í sálfræði 2007 og MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2012 og útskrifaðist sem klínískur dáleiðandi frá Dáleiðsluskóla Íslands 2018.

Álfheiður starfar sem klínískur dáleiðari á eigin stofu og hefur mikla reynslu af dáleiðslumeðferð.

Gísli Freyr Eggertsson

er einn af reyndustu dáleiðendum Íslands. Hann er auk þess menntaður leikari og hefur verið tökumaður myndbanda á flestum námskeiðum Dáleiðsluskóla Íslands frá 2012 og lært hjá mörgum af fremstu dáleiðendum nútímans. Gísli kennir sjálfsdáleiðslu á grunnnámskeiði skólans.

Axel Braga

Axel Braga starfar sem sjúkraþjálfari og íþróttaþjálfari. Hann er reyndur dáleiðandi, lauk grunnnámi hjá Dáleiðsluskóla Íslands 2013 og stundaði framhaldsnám hjá bæði Roy Hunter og Dr. Edwin Yager þegar þeir kenndu námskeið við skólann. Hann er einnig reyndur kennari og hefur m.a. kennt við læknadeild Háskóla Íslands.

Upplýsingar um námskeiðið


Hefst 6. september, 2024


Námskeiðsgjald er kr. 469.000

Nemendafjöldi 12 - 24
Dagar á kennslustað 10

Kennslustaður: Víkurhvarf 1, Kópavogi

Námskeiðið er í þremur hlutum:
Kennt er í 3 eða 4 daga í senn
(helgi plús einn eða tveir dagar)

Hálfur mánuður er á milli námshlutanna

Æfingakvöld verða haldin á milli námskeiðshluta

Kennsludagar:


 6. til 9. september (4 dagar)

20. til 22. september  (3 dagar)

 4. til 6. október (3 dagar)


Kennt er frá 10 - 17 alla dagana


Greiðslukjör:

Hægt er að skipta greiðslu á 3 mánuði eða með

raðgreiðslum í allt að 36 mánuði


Flest stéttarfélög styðja félagsmenn sína til námsins

Einnig er hægt að sækja um styrk hér:


Næsta námskeið hefst eftir:       

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

Daga          tíma     og      mínútur

Dáleiðsluskóli Íslands ehf

Dáleiðsluskólinn sf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Námskeið skólans 

eru viðurkennd af:

Copyright © 2011 - 2024

Dáleiðsluskóli Íslands

Námskeið Dáleiðsluskóla Íslands

 eru viðurkennd af:

Dáleiðsluskóli Íslands ehf


Ármúla 20, 108 Reykjavík

835 5600


skolinn@daleidsla.is

Copyright © 2011 - 2024 Dáleiðsluskóli Íslands

Your cart is empty Continue
Shopping Cart
Subtotal:
Discount 
Discount 
View Details
- +
Sold Out